Það er víst í tísku að dissa Á móti sól og sveitaballa-hljómsveitir en ég er samt ekki að dissa neinn sérstakan. Bara að tala um íslenska tónlistarheimin í heild sinni og leika mér með titlana á hljómsveitum og tónlistarmönnum. Vona að þið njótið vel.
1. erindi
Ég sparka rokkurum út af sviðinu þegar að ég byrja að emmsíast/
þeir fíla ekki rapp en gera það þegar ég kemst í Ham/
stelandi frá mér giggum en svona er lífið/
svo ég bomba Sálinni hans Jóns míns niðrí Forgarð Helvítis/
flestir tónlistarmenn tróna stutt á toppinum/
og það er erfitt að skafa Botnleðjuna burt af botninum/
það eru margir ofmetnir, mér finnst þeir allir vera eins/
en þeim mun stærra EGO þeim mun minna geta þeir/
þeir hitta ekki naglan á höfuðið sama hvar út um allt Ísland/
því þeir hafa ekki einn hamar bara 200000 naglbíta/
og þeir þykjast vera ríkir til/ þess að komast áfram í lífinu/
en eru búnir með allt klinkið sitt/ og löngu komnir í mínus/
svo skiptir útlit öllu máli þannig er þetta orðið/
sætari en Sykurmolarninr? en samt ekki minn tebolli/
2.erindi
Ég sparka poppurum útaf sviðinu þegar ég byrja að ríma/
því annað hvort eru þær með Skítamóral eða of bjartsýnar/
mér fannst rigningin góð, og það þótti nóg/
en Síðan skein sól, Sóldögg óx, og núna er ég Á móti sól/
gera bara lög til þess að fá spilun/
því flestir íslenskir miðlar eru reknir af einhverjum hálfvitum/
það er kanski tveir rindlar sem stjórna einum play-lista/
þeir eru Stjórnin og við hlustum að eitt lag sem að þeir spila/
spila bara poppara sem maður á að kalla Svala/
við sjáum þá alla falla/ því þeirra tónlist er bara markaðsvara/
sagan hefur sýnt okkur það við þurfum engar frekari sannanir/
því ef ein Alda rís fellur hún strax aftur inn í mannhafið/
Sjúki Púki.