“Tileinkað Veronu” er alveg skuggalega gott lag.
Ég dýrka röddina og flowið í því lagi, eina sem mér finnst að er að hann tekur sér ekki pásu á milli sagna, eins og hérna :
Öll þessi reiði og bræði því pabbi hennar krossar í rangan reit þegar hann greiðir atkvæði/
Litla stúlka, ef gæti hefði ég gefið þér lífskraft/
Þetta er flowað í einni bunu, og þarna er maður kominn í 2 algjörlega mismunandi frásagnir…
Smá pása þarna á milli hefði verið fín, ég er samt búinn að hlusta svo oft á þetta lag að ég er alveg búinn að venjast þessu…
Þetta er samt eina lagið sem ég á með honum, það lang besta sem er á myspace-inu finnst mér…
Ætla að kaupa diskinn við fyrsta tækifæri, og móta mér þá almennilega skoðun.
Hafðu Efni Á Því Sem Þú Segir