Hver er munirinn á vöku og svefni/
Draumar eru fullir af framandi efni/
Þegar þú villt að dagurinn hverfi/
Svefninn færir þér skemmtilegar ferðir/
Já, spurningin bara; hvað viltu geta og hvert vilt þú fara/
Flýja raunveruleikann og allt sem hefur skeð-þar/
Vittu til, í draumaheim er allt mikið betra/
Þar ertu alltaf frjáls þinna ferða/
Í landi drauma lifir ekkert-ljótt/
Í landi drauma er aldrei vesen, jó/
Vakandi er lítil en í draumum er-ég-stór/
Í draumaheimi þar sem margt gott gerist/
Í draumalandi þar sem ekkert getur snert-þig/
Í draumaheim þar sem þú getur verið/
Á næturnar þegar enginn sér-þig/
Hvað gerist svo, þegar þú vaknar/
Ríst úr rekkju, draumanna saknar/
Já, í vakandi er það ekkert elsku-mamma/
Vakandi þig langar aftur þangað/
Þangað sem þig dreymdi vel
Og heimurinn var spennandi/
Hah, hugur þinn er brennandi/
Þegar veröldin er skemmandi/
Í draumunum þú öllu þorir/
En í alvöru sitir einn útí horni/
Í veruleik þar sem vinaleysi er normið/
Í draumaheimi þar sem margt gott gerist/
Í draumalandi þar sem ekkert getur snert-þig/
Í draumaheim þar sem þú getur verið/
Á næturnar þegar enginn sér-þig/
Nóttina eftir martröðin grípur/
Um leið og þú í svefninn svífur/
Og í draumnum að þér flýgur hnífur/
Og skuggaleg vera nálægt þér stígur/
Hræðslan grípur, burtu þú hleypur/
En í þykjó ert ekki lifandi lengur/
Veran nær þér og hugsunin brengluð/
Rekur frá sér hlátur, þú ert hennar fengur/
Hristir þig til, þú ert bara leikfang/
Og finnur nú, þú ert holur að innan/
Grætur í svefni, þú vöku villt finna/
Í draumaheimi þar sem margt slæmt hendir/
Í draumalandi þar sem hlutir geta skelft-þig/
Já, í draumaheim þar sem helvíti vermir/
Þú blindaður ert og ekkert sérð-til/
Smá texti sem ég henti saman fyrir nokkru.