Ég er alveg sammála því að fólk ætti að hugsa um aðeins meira en 50 cent, 95% allra kannanna sem við fáum sendar inn fjalla um hann og co. hehe. Þeir eru alveg til sem dýrka hann og dá og alltílagi með það. Þetta hefur reyndar lagast til muna en mér finnst svo fáir aðrir fá athygli en þessir mainstream cats. Þó svo ég geti ekkret mótmælt því þannig séð. Skemmtilegra að fá smá tilbreytingu samt. Þreytt til lengdar. Hins vegar verð ég að spyrja þig nánar út í þetta Snoop Dogg dæmi.. Sendirðu inn lag ? Og því var hafnað ? Hvað meinarðu ?
Hiphop hefur samt aldrei náð á top 9 ;) Það hefur þá allavega verið fyrir mína tíð og ég er búin að vera frekar lengi. Svo legg ég t.d ekki vana minn í það að forðast áhugamál vegna þess að mér líkar ekki við stjórnanda og efast um að margir séu mikið að spá í slíku. Ég er nokkuð viss um að ég fari með rétt mál þegar ég segi þér að Omerta hefur ekki gert /hiphop neitt nema gott og ekki ‘skemmt’ neitt sem gæti fælt notendur frá. Mér þætti vænt um að þú gætir rökstutt svona, að því er virðist, óþörf leiðindi.