Ég held þú sért frá Akureyri svo að eftirfarandi er ekki meint gegn þér, frekar gegn þessari hugmynd þar sem margir hafa svitnað á efri vörinni útaf þessu hér áður:
Hvar ætla þeir að spila? Hver ætlar að redda þessu? Ætla þeir að fljúga frítt kannski? Ætla þeir að nota sinn eigin pening bara því margir klikka á mús á Íslandi? Borga gistinguna sína sjálfir, uppihald, ?flutningur á græjum? og etc og fá núll fyrir? Eða verður allt í einu til einn show-promoter sem segir ‘hmm, nú ætla ég að borga þessum’. Hvar er Robbi Kronik? Hvað er annars hentugur staður fyrir Wu Tang Clan? Við troðum varla böns af cats inn á Gauk? Þá verðum við (við sem hip hop samfélag græjum þetta bara, nei það verður einhver að standa á bakvið þetta) bara að redda annarri hvorri höllinni. Hverjir ætla borga þeim? Töframenn sem eiga þetta Eventful dæmi? Er þetta eitthvað góðgerðafélag sem Bono stendur á bakvið? Nei auðvitað ekki. Ákveða Wu Tang Clan að koma til íslands ef 1000 skitnir gæjar klikka á eitthvað dæmi? Stórefast um það. Er RZA alltaf bara í tölvunni bara “Jæja strákar, tékkum á þessu hvar eigum við nú að spila næst.. hvar er mest klikkað á ‘demand it’, hættum að hugsa um peninga eða túra sem við eigum að vera á.. förum eftir einhverju rugli á netinu. JÁ!”
Sorry en ég er ekki alveg að kaupa fyrr en ég sé alla þessa 18 þúsund sem eru í Wu Tang Clan (“Ó.. mæ… gat darri þeir eru sko 9. Kv einn ákveðinn notandi hér á huga sem er pirrandi maðafakkin dewd”). Ég segi 18 þúsund til að leggja áherslu á hversu margir þeir eru. Þetta er ekki einn bakpokarappari í Arkansas með taktana sína á brenndum geisladiski. Ég met ekki mátt veraldarvefsins það mikið að ég trúi því að noktun hans geti komið einni frægustu rappgrúppu sögunnar til Íslands… frítt!?? Call me negative, it's just reality.