Ég tek mynd-af-þér með myndavél og festi hana uppá vegg/
En svo að það sanna sé að skila-sér teikna ég djöflahorn og skegg/
Því þú ert djöfull í mannsmynd og er ég orðinn ansi-leiður/
Og þegar við rífumst vildi ég óska að ég væri samkynhneigður/
Ég tek upp könguló og krem hana í lófa mínum snöggt/
Gömul kona hofir á mig föl og ég heyri lítið snökt/
Hún spyr mig hvernig ég geti tekið líf án þess að hika/
Ég segi það er hún sem mig-af hatri hefur smitað/
Ég tek ekki þátt í ofbeldi en fínt er að fylgjast-með/
Sjá fólkið engjast um á meðan höggin skila-sér/
Slagsmál stundum hef-stoppað, þarf þó einhver að nefbrotna/
Blóðið skemmir skyrtuna, svo ég hrópa hver-borgar?/
Ég tek niður málverkin sem áður veittu hjartahlýju/
Hendi þeim í endurvinnslu og safna saman-nýjum/
Því þau minna mig á gamla, lífið sem ég lifði/
þar til ég breyttist af ótta við, skítinn sem ég yrði/
Ég tek saman brot úr minningum og set í skapandi-möppu/
Eitthvað sem bara-við-höfum, geymd á framandi-stöðum/
Minningar um æsku, uppvöxt og fullorðinsárin/
Að skoða þessa möppu hefur stuðandi-áhrif/
END OF LINE