Ég (Arnar Páw) og félagi minn (Daniel Alvin) erum að fara gefa út lag að nafni Hvergiland. Pælingin er sú að við viljum ekki eldast og þeir sem ekki vita þá er Hvergiland land í Pétur Pan þar sem tíminn er stopp. Maður er ungur endalaust ef maður býr þar. Svo við ákváðum að gera lag um það sem mig dreymdi og þetta er textinn við því. Lagið kemur bráðlega út og lofa ég góðu með það. Enjoy !
————————————————



(arnarpáw)
Ég horfi á mig breytast ég er ekki lengur barn/
Lít í spegilinn og sé hvað ég er að fullorðnast hratt/
Hef oft reynt að stoppa tímann en það gengur frekar illa/
Klukkan tifar þó ég sé löngu búnna rífa þessa vísa/
15 ára og ekki ennþá farinn að sjá-það/
Að þótt tíminn sé ekki með fætur heldur hann áfram að ganga/
en takt’í hönd mína því það er einn staður sem ég veit-um/
skal leiða þig til Hvergilands og þá opnast nýr heimur/
alltaf bjartur dagur en ekki flýta þér maður/
því lífið er leið sem þú munt aldrei ganga aftur/
þarft ekki að hafa áhyggjur því tíminn-er-stopp/
svífum-á-loft sjáðu hvað lífið-er-gott/
taktu þér góðann tíma, því hérna er enginn tími/
þarft ekki að halda í vonina því það er vonin sem heldur í-þig/
ekki bíða-með að svífa-hér láttu þér líða-vel/
sjáðu hafmeyjurnar vinka-þér og síðan stinga-sér/
í sjóin, fögur sjónin og falleg tónlist/
og hér er grasið grænna en hinumeginn við hólinn/
við getum flogið saman langt burt frá gamla lífinu/
en þú verður að skilja munin á raunveruleika og ýmindun/



(danni a)
Er það þetta-land eða Hvergiland , erfitt-val en ég vel-það-samt/
Að vera-þar því þá get ég verið í allan dag að semja-rapp/
Í Hvergilandi eltir-Danni og hugsar bar'ekki um veturnar/
Því þetta er svo fínt …. því ég get heilsað uppá Pétur-Pan/
Flogið svo hátt , hátt , hátt …. uppí himininn/
Að meirað segja Skellibjalla hefði erfitt með að komast yfir-mig/
Væri ungur …. með hjartað stútfullt af gleði/
Og væri búinn að ríða svo mörgum stelpum því ég gæti ekki drepist/
Í Hvergilandi gæti ég lifað og fengið aldrei-nóg/
Myndi battla-já-alla og stappa-þá-bara og þar að meðal Kaptein-Krók/
Því ef ég væri í Hvergilandi þá væri ég sko alltaf víraður/
Vímaður , myndi battla allt og alla og hefði ekki áhyggjur af tímanum/
Myndi sjá allt svo skýrt-maður og myndi gera allt sem mér sýndist/
Og ég væri sko ástæðan fyrir því að týndu drengirnir væru alltaf týndir/
Já ef það væri hægt ….. hægt að geta flúið/
Til Hvergilands og verið-þar þá væri lífið aldrei búið/
Í Hvergilandi festast-allir , en þau verða bara að trúa/
Og ef þau trúa nógu vel þá skal ég kenna þeim að fljúga/
Getur flogið hátt , hátt , hátt …. upp og verið-þar/
En bara ef þú kemur með mér til Hvergilands/


…commentið endilega.


…arnarpáw…
www.myspace.com/listamadur Tjekkið á lögunum.