ólík andlit ráfa um göturnar í leit að langþráðri hlýju/
í hjartanu er verkur sem stingur og hjartað þarfnast blíðu/
týndar sálir í frumskógi mannlífsins leitandi að lausninni/
reyna að fikra sig áfram löngu horfin út af réttu brautinni/
áfengi og sígarettur er það eina sem hugurinn leitar-að/
viljastyrkurinn löngu horfinn til að breyta því sem breyta-þarf/
sjáum þær á hverjum degi en tökum ekki eftir þeim/
reynum ekki að hjálpa þeim og ná stjórn á lífinu á nýjan leik/
sitja á bekkjum með áfengi í hönd og höfuðið upp að veggnum/
reyna ekki einu sinni að fela það að í hjartanu er verkur/
áttu einu sinni fjölskyldu og áttu sér einu sinni eitthvað líf/
en núna sitja þeir saman og syrgja því lífið er skítt/
þeir drekka til gleyma og þeir reyna að gleyma af því að þeir drekka/
hugurinn ráfar á hverjum degi í leit að einhverju sem er betra/
við austurstræti og hlemm sitja þau sem eiga sér ekkert líf/
sjáum þau en enginn gefur skít þótt þau geti ekki byrjað uppá nýtt/
af því að lífið okkar er fínt þá sjáum við ekki hvað tilveran er sýkt/
að komast af er ekki einfalt og hamingjan er engan veginn frí/
en það eru ekki bara rónunum sem blæðir úr sálinni/
meigum ekki gleyma þeim sem að töpuðu sér og ná ekki áttinni/
sumir heyra raddir og sjá óvini á bakvið hvert einasta horn/
en við heyrum ekki raddirnar því við reynum að ignora allt vont/
kaffihúsin og barirnir eru oft athvörf þeirra sem minna meiga sín/
hafa orðið undir vegna sjúkdóma eða eru bara veik fyrir fíkn/
við sjáum oft fréttir um týndar sálir sem taka sitt eigið líf/
sjá enga von í myrkrinu því oft er ljósið sem gleður týnt/
þau sjást oft ráfa á milli kaffihúsa og bara í leit að merkingu/
held þau viti það ekki sjálf því samfélagið skortir þekkingu/
okkur vantar öll eitthvað í hjörtun okkar sem heitir samúð/
vantar fleiri til að segja varúð því að í lífinu er svo margt-sjúkt/