komið þið sæl.
vegna fjölda áskorana hef ég sett endurútgáfu af laginu tileinkað veronu á myspaceið mitt. og verður hún á væntanlegri plötu sem að kemur út í nóvember einhverntíma.
lagið er ekki í fullum gæðum vegna hömlunar á skráarstærð á myspace.
www.myspace.com/poetrixmusic
til gamans læt ég textann úr bæklingnum við þetta lag fylgja með.
njótið…
friður
Tileinkað Veronu
Grunnur : Steve Sampling
Gítar : Smári Tarfur
Söngur : Guðbjörg Elísa
Texti : Poetrix
Ég las blað fyrir nokkrum árum sem að sagði sögu þessarar stelpu sem að hét Verona. Hún var tólf ára gömul og bústett í strjálbýlu afríkulandi þegar að henni er hópnauðgað af 7 lögreglumönnum því að pabbi hennar var virkur meðlimur í stjórnarandstöðuhreyfingu gegn einræðisstjórn í landinu. Á einhvern sjúkan hátt þá þótti þetta viðeigandi aðferðarfræði til þess að sannfæra stjórnarandstöðumeðlimi um það að hafa sig hæga. Þetta var ekki eins dæmi. Ég skrifaði þennan texta skömmu eftir að ein af þeim konum sem að ég hef elskað sagði mér sömu sögu nema í það skipti var hún í aðalhlutverki og sögusviðið var árbærinn. Ég svaf ekki í 3 sólarhringa á eftir af einhverjum ástæðum. Svona er þetta. Svona gerist þetta. Þetta er raunveruleikinn. Bæði einhverstaðar útí afríku og hérna á okkar litla skeri. Ég hef enga lausn, ég skil þetta ekki til fullnustu þó að ég viti að sú hugmynd að ná stjórn á einhverju reki menn inní tóma geðveiki. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera þegar að ég heyrði þetta og ég veit ekkert hvað maður gerir við svona atburðum í dag. Það eina sem að ég hef fram að færa er sagan. Að vekja þig til vitundar um það sem er að gerast heiminum okkar.