já… þið segið nokkuð. hæfni listamannsins til þess að tjá sig, segja frá, vekja tilfinningar… já skrifa texta er grundvallaratriðið. þar sem að rímorð og mismunandi leiðir til að ríma eru einungis verkfæri í höndum listamannsins til að
tjá sig og gera það sem að honum langar að skapa.
svipað og hamarinn er verkfæri og að vera góður að nota hamar kemur til með að hjálpa þér að gera fallegt hús. en það er það að vera góður smiður sem skapar falleg hús sem er markmiðið. að vera góður með hamar er ekki markmið í sjálfu sér. hverjum er ekki sama um það hvort einhver sé geðveikt flinkur að negla nagla. við viljum höll motherfucker, ekki geðveikt vel saman negldan hundakofa.
það sama á við um þessa rímorðaumræðu. það er ekki rímið sem að rapparinn styðst við sem úrskurðar um það hvort að hann sé góður eða ekki. það er textinn. lokaniðurstaðan. það á að vera formið sem að þjónar listamanninum en ekki öfugt. tökum sem dæmi tvo af mínum uppáhaldstextahöfundum. Soul Williams og Slug.
Soul Williams verður seint sakaður um að vera atkvæðarapps meistari en formið sem hann kýs að nota sem er ‘'skólarím’' eða jafnvel ekkert rím gengur fullkomlega upp hjá honum og hann skipar sess í hugum margra sem einhver stórbrotnasti textahöfundur hiphop sögunar þó að vissulega sé kannski ekki hægt að setja hann í einhvern þröngan skilgreiningarkassa sem listamann.
Slug aftur á móti notast mestmegnis við atkvæðarím og hjá honum gengur það svo fullkomlega upp að þú heyrir sárasjaldan að þetta sé ekki venjulegt rím og þegar þú heyrir það þá fyrirgefur þú það umsvifalaust vegna þess hvernig flutningurinn er. hann binni úr breiðholti aftur á móti gæti ekki klesst saman texta þó hann myndi keyra á blaðbera hvort sem hann notar atkvæði eða skólarím.
nei Darri það nennir engin að hlusta á ‘'fannst þú mús/ ég er hús/’' en það nennir engin heldur að hlusta á ‘'ég er engin skessa/ sést með feik prest tal/’' því þetta sökkar. ekki því að annað er atkvæðarapp og hitt skólarím. það er hægt að fara vel og illa með bæði. og nota bæði í einu ef útí það er farið.
mistök sem að rapparar gera hér á landi er að halda að þó að sérhljóðarnir passi að þá sértu kominn með rím. Það er ekkert ljótara en illa gert atkvæðarím. Og menn festast í því að vera að þjóna einhverjum reglum um það hvernig á að skrifa, í staðinn fyrir að nota þessar mismunandi tegundir af rími til að láta hlutina hljóma. Atkvæðarím, venjulegt rím, I don’t give a fuck á meðan að þú færð hjartað á mér til að slá í takt við það sem þú hefur að segja.
Þeir sem að segja að venjulegt rím sé ljótt, eða atkvæðarím það eina rétta virðast ekki sjá skóginn fyrir trjánum. Og virðast heldur ekki hafa hlustað á saul Williams. Eins og ég segi þetta eru verkfæri. Það skiptir engu hvað þú átt flotta byssu, ef þú kannt ekki að skjóta þá hittirðu ekki í mark. Getur atkvæðarímað til helvítis en ef þú kannt ekki að skrifa þá skiptir það engu máli.
ég veit að fyrir sjálfan mig þá finnst mér bæði gaman. tileinkað veronu sem ég skrifaði er eiginlega bara venjulegt rím, svo á ég lög sem eru bara nákvæmt atkvæðarím og svo á ég lög sem eru bæði.
eins og þetta:
Ég sé grímur sem sýna harðneskju
Fela einmana manneskjur
Ég sé fólk sem í skjóli nætur við bólið grætur
Fer á fætur og ögrar samfélaginu
Því það lætur þeim líða eins og þau séu lifandi
Ég sé skúffuskáld
Sem að drekka í sig eymd
Þó að gleðin sé ekki gleymd
Svo þau haldi áfram að vera skrifandi
Klukkan er tifandi
Fyrir mann sem ég sé arka um stíga og stræti
Þar sem eina lögmálið
Er harka og læti, með spritt í sprite-i
Segir mér að hann myndi sleppa
þessum drykk ef hann gæti
við stöndum og reykjum
einhverstaðar er stúlka eða drengur
alin upp af tölvuleikjum
mamma sem þarf ekki að ljúga lengur
þó pabbi geti ekki sagt nei við drykk sem er áfengur
ég sé konur sem snúa kollum
gangandi á götunum
strákunum langar til að fá þær úr fötunum
sem þær eru klæddar
stríðsmálaðar bara til að fela
hvað þær eru hræddar
ég sé menn fasta hugans hlekkjum í
lífið lék við þá nema það var hrekkjusvín
sem blekkir þá
svo einmana, fólk kallar þá palla
þó það heilsi eins og það þekki þá
blótandi guðunum sem þeir trúa ekki á
maður sér’ða að verða
að lifa annan dag herða
kvíðahnútinn í maganum, finna engan dagamun
þetta er sagan um fólk
sem vafrar einmana eitt um göturnar
eins og vofur á veginum til glötunar
og sýnir mér pókerfésið
tilfinningarnar læstar ofan í skúffu
með ljóðabók sem að engin hefur lesið
en þegar heim er komið hefst
glíman við það sem gríman á að hylja
og hún byrjar vanalega með einum bjór
einum smók og laginu með listamanninum
sem virðist skilja.
Erindi 2
Ef ég bara gæti
Myndi ég raða saman pörtunum
Úr öllum brotnu hjörtunum
Eins og tónum í lag
Og spitta yfir hjartsláttinn
Um hvernig við tórum í dag
Ég myndi gefa
Ykkur öllum trú frekar en efa
Efna öll stór-brotin loforð
Sem búið er að gefa
Ég fengi öllum sem þyrsti í velgengni
Heilagt vatn til að skála í
Brynja huga þeirra hugrekki fyrir næsta sálarstríð
Ég myndi fá ykkur til að losa
Ykkur við grímurnar
Svo ég fái að sjá ykkur brosa
Eins og barn í fangi ástvina
Gefa öllum sem langar að þjást minna
Von, sterkari en glampinn í augum þeirra
Sem hafa nýlega fangað ástina
Og fyrir þá sem hafa verið á næstu krá
Að slá um sig með værukærum frösum
Með ærulausum setið við borðið
Horft á ótta sinn speglast í glærum glösum
Að hugsa um hvað hefði getað orðið
Ef þeir hefðu breytt einu
Lífið svo skítt að þeir hafa ekki neitt á hreinu
Ég myndi baða þá í hrósum
Kenna þeim 12 spor
Svo þeir gætu dansað á rósum
Og listamönnunum
Sem hafa djöfla til að slást við
Og hafa gert tónlist til að þjást við
Fyrir laumupenna heima þetta lengi
Ég myndi kenna þeim að slá á létta strengi
Svo fólk dragi uppúr skúffunum sínum
Stórbrotin ljóð
Um að vegurinn til glötunar
Sé bara ótroðin slóð
Ég myndi sjá til þess að það væru engir hnefar krepptir
Með því að rétta fram sáttahönd og gefa eftir
Og kenna þér að sleppa takinu
Á reiðinni sem þú heldur í
Svo þú megir rétta úr bakinu
Og það kvikni afur eldur í
Óttaslegnu hjarta
Frjáls í huga þótt að það sé margt að
Ég myndi rétta ykkur öllum spaðann
Svo við tækjum höndum saman
Aldrei aðskilin af kynþátt, trúarbrögðum eða löndum framar
Ég myndi segja þér mér þætti vænt um þig
Og þú myndir trúa því
Ég myndi byggja bjartari heim
Fyrir börnin okkar að búa í
En ég er bara strákur
Með hugsjónir og penna
Sem að finnur blóðið brenna
Þegar að ljóðin renna á blað
Sem að stóð við þennan stað
Þar sem sálir týnast
Horfði á táraflóðið renna undan grímunni
Sem þú notar til að sýnast
Og langaði að þerra vanga þinn
Því þegar þú táraðist
Fann ég tilfinningu ljúfsárari
Sem nísti meira en minningin um
Hvernig sú eða sá fyrsti
sem þú elskaðir en misstir kyssti
bróðir minn eða systir
hér er lag sem ég vil að
þú getir spilað sama hvað á dynur
því það eina sem ég get gert eða verið
er listamaður sem skilur