Þó ég mótmæli því ekki að mér finnst það slæmt fyrir Dabba að sumir munu án efa niðurhala disknum í stað þess að kaupa hann, þá verð ég að kommenta aðeins á þig aðeins vegna þess að þú dansar í kringum aðalrök þeirra sem telja gott fyrir diskinn að vera á torrent.
Þessi samanburður við nammi er ekki nógu góður, einfaldlega vegna þess að ef þessu nammi er stolið er efni stolið. Lög eru ekki, í þeim skilningi, efni. Á meðan einhver annar hefði getað notið (nammisins? asnalegt að beygja þetta), þá er hægt að niðurhala disknum einsoft og hugurinn girnist, aðrir geta samt sem áður niðurhalað honum einsog þeim girnist. Þetta er ekki solid efni, svo þetta var frekar lásí samanburður.
Það góða við að hafa diskinn á torrent er að fólk mun niðurhala honum, og einhverjir af þeim munu kaupa diskinn. Þeir sem niðurhala disknum bara til að prófa, líkar ekki tónlistin og henda honum síðan, er svipað og að fá að hlusta á diskinn heima hjá vini sínum. Það er svipað og tónlistarbrotin sem hægt er að heyra á tonlist.is. Dabbi fékk mikla athygli útá þetta, og vonandi var það nóg til þess að bæta upp glataða plötusölu vegna þeirra sem niðurhala disknum og hlusta aftur og aftur á lögin, án þess að hugsa einu sinni um að skjótast útí búð að kaupa hann.
Ef fólk niðurhalar disknum á torrent, hlustar á hann einu sinni og hendir honum síðan útaf tölvunni, er vart hægt að kalla það þjófnað á tónlist. Þeir hefðu allt eins, einsog ég nefndi hér ofar, getað heyrt diskinn hjá vini sínum og líkað illa við hann. Ef fólk hinsvegar hlustar aftur, aftur og aftur á diskinn án þess að kaupa hann, er frekar hægt að kalla það þjófnað.
Og jú, ég tel að þetta hafi frekar hjálpað Dabba til að selja fleiri plötur. Venjulega hefði það vart orðið, en í þessu tilfelli, jú. Umræðurnar sem spruttu upp útaf þessu eru ástæðan. Fólk les þær, heyrir að Dabbi hafi sjálfur staðið að öllu varðandi útgáfu disksins, og gefur eftir. Þeir lesa komment frá bálreiðu fólki sem fær viðkomandi til að fá samviskubit. Ég held að flestir sem niðurhöluðu disknum og líkaði vel við hann, muni kaupa hann. Þeir vilja vera ‘real’, styðja listamanninn, hjálpa honum að koma út á sléttu. Og þessvegna er gott að fólk rífist og skammist útaf þessu, því það lætur fleiri kaupa diskinn. Allt í allt held ég að þetta hafi komið Dabba til góða; fleiri vita hver hann er og ég tel að hann muni samt selja alveg jafnmikið af plötum. Ef ekki, þá fuck the bastards.
Ég keypti ekki plötuna. Ég fékk hana í afmælisgjöf frá systur minni, sem keypti hana. Svona til að hjálpa Dabba, og í stað þess að deila disknum með henni, er ég að spá í að kaupa nýtt eintak og gefa henni það, bara til gamans.
Það var samt gaman að sjá hve margir þekktu Dabba á torrent.is….“ég vil sko hjálpa honum, þekki hann skilru, hef tjillað með honum tvisvar sko”. Þó ég sé kominn út fyrir umræðuefnið, þá vil ég segja að….þetta hljómar fáránlega. Ég hef hitt Dabba held ég 3-4 sinnum, “tjillað” þá með honum….semsagt, ég var með fólki sem ég þekkti og hann happened to be at the same place, og aðeins talað við hann í gegnum bílalúgu. Þekki ég hann þá? Nei. Svo ef þú, sem ert að lesa þetat, ert svona týpa, plís, hættu því. Það er bara asnalegt að vera ‘celebhunter’, sérstaklega á Íslandi þarsem allir eru frægir.
Og já, poetrix, hvenær í andskotanum kemur svo platan þín að lokum út? Mig langar í Bubbalagið.