lítið um pósta hérna svo ég ákvað að setja inn eitt vers af lagi sem ég er að vinna í, vonandi njótiði þess
er skuggana á milli og hef nú staðið hér í nætur þrjár
hugað bolabrögðin til að fá það er ég hef mætur á
hugsað mest í móðu og hef of leingi haldist í óráði
í óreiðu er hugur minn en hef ey geingið um í ógáti
stutt er í bræðina og ég er vart talinn heill á geði
langur er minn tími er ég hef haldist í þessu streði
ey sé ég strikið og allri skynsemi hef verið rændur
á ferli er rökkva tekur og er ey af mönnum hændur
sóa ey orðum því þögninn er minn mesti unaður
og gæti tungu þína stytt ef fundist þú of málglaður
einga röksemi að finna og nálgast skal með varúð
ég hef heillast af íllu og ég hef sýnt öðrum andúð
er sagður týndur vera, hef ey til mannúðar fundið
allt sem staðið hefur í veg minn hef ég því hrundið
hef verið of fyrtur og ég hef vakið upp mikinn ugg
oft hef ég staðist stugg, fallið en staðið aftur upp
held að mér öxini því verur reyna mig að drepa
alltaf reynt að gyna mig en ég hef aldrei látist lepja