Fann gamlan texta sem ég byrjaði einhvern tímann á, ákvað að bæta einhverju við hann, kannski klárar maður hann einhverntímann…

Spegilmynd

Dýpra, og dýpra niður í þetta hyldýpi/
FEll niður, kemst ekki upp, hugsanir borast inní-mig/
Er þetta virkilega endirinn, kemst ég loksins burt?/
Frá, þessu lífi af þjáningum sem allir tala um/
Líkt og nýfrelsaður maður/
Ó boðskapur sá fagur/
Að besta gjöf sem Guð hefur gefið okkur er nýr dagur/
Það er lygi, það er enginn guð og lífið er ekki góð-gjöf/
Því hvað er gott við gjöf sem er ekkert nema tóm-kvöl?/
Hvað viltu hafa með eitthvað sem orsakar ekkert nema nóg-böl/
Til að skemma sig og allt í kring, engin haldbær mótrök/
Nema kannski það að þú lifir bara einu sinni/
En frekar vill ég ekkert líf en líf í veröld svona grimmri/
Og það er ekki út af því að ég sé bara emo-gaur/
Ég er bara þreyttur á að vera svona stefnulaus/
Ærulaus, ástarlaus, pælingar fylla minn haus/
Pælingar um stað, þar sem ég væri áhyggjulaus/
Stað þar sem ég væri frjáls og laus allra banda/
Stað þar sem mér væri kannski einhverntímann bjargað/


[Viðlag]
Lít í spegillinn og það sem ég/
Er ekki venjulegur maður, getur ekki verið ég/
Líður ei vel/
Fastur í tilfinningaskel/
Sker mig á púls og græt mig svo í hel/
Kannast vel við þetta, þetta er ekkert nýtt/
Óöryggi og ótti, með sjálfshatri út-í/
Þunglyndi og hatur skapa í sálu minni gat/
Sofna með hníf í hendi og, blóðugt lak/

Spegill, spegill hermdu mér, hvað á ég að gera hér/
Spegill, spegill segðu mér, hver tilgangur minn er/
Spegill, innsýn veittu mér, skil ekki hvað þeir segja/
Spegill, spegill eyddu mér, leyfðu mér að deyja

Þeir segja að ég eigi að meta lífið svo ég spyr um eitt/
Er ég lifandi, ef að ég finn ekki neitt?/
Hvernig líf er það ef að ég get engu breytt?/
Hvaða val hef ég? Ef að vegurinn er aðeins einn/
Ef allt er alltaf eins og ekkert er til neins og/
Hver einasti dagur er alveg nákvæmlega eins og/
Dagurinn á undan honum stútfullur af sömu boðum/
Sólarupprás sem fyllir þig ekki af neinu nema fölskum vonum/
Hjörtu í molum, sál með holum, veit ekki hvað skal segja/
En mér finnst eins og allt í kringum mig sé hægt og rólega að deyja/
Og ég hélt ég fengi fá frið á næturnar, en svo er ekki/
Því mínar hugsanir, leita á mig í svefni/
Frekar fyndið en þó fyllir það mig af sorg/
Að í bestu draumum mínum þá er ég að fremja sjálfsmorð/
Mín eigin spegilmynd, sker sjálfa sig á háls-og/
Þegar ég loka augum sé ég sjálfan mig hanga-og ég/

Lít í spegillinn og það sem ég/
Er ekki venjulegur maður, getur ekki verið ég/
Líður ei vel/
Fastur í tilfinningaskel/
Sker mig á púls og græt mig svo í hel/
Kannast vel við þetta, þetta er ekkert nýtt/
Óöryggi og ótti, með sjálfshatri út-í/
Þunglyndi og hatur skapa í sálu minni gat/
Sofna með hníf í hendi og, blóðugt lak/

Annars er þetta gert meira í því skyni að æfa sig frekar en að gera heilann texta…