getiði lesið textan, þetta er eini alveg kláraði textinn minn, getiði plz commentað? aldrei commentað hjá kallinum..
p'z
[Verse 1]
Vinirnir koma og þú kynnist skemmtilegu fólki
Með öllum vini þínum og ekkert í lífinu var flókið
Ég finn fyrir hamingju, sól og líka fyrir ástinni
Allt svo fallegt og ég læt ekki neinn plata mig
Ég ætlað verða ríkur og kynnast fullt af góðum konum
Klára skólan ekki spilla mig með nokkrum grömmum
Ég lífi lífinu einu sinni og læt ekki heppnina leiða mig
Ætla fara gætilega og þar fæ ég prik fyrir
Ég á góða fjöldskyldu og heng alltaf með mínum vinum
En hvernig á ég að haga mér á ég að vera ljúfur eða grimmur
Ég verð bara ég sjálfur, því það er mér af koma
Hvaða leið ég vel, og hverju ég get lofað
En ég ætla lofa fjöldskyldunni minni-að reykja ekki sígarettu, drekka eftir bilpróf
ekki lokast inni en þetta voru alltof stór orð
því ég fór að byrja svíkja hvar ég væri
en allt sem ég sagði var bara bull og kjaftæði
mig langaði að vera svalur og fá mér horur
langaði svo að ríða, það kostaði bara nokkrar krónur
og ég fattaði að ég vildi vera þessi grimmi
og nú ætla ég að segja ykkur frá sögunni minni
[Verse 2]
þetta byrjaði allt með snertingu bara litlri
Fann hana inn í mer og hún fokkin stakk mig
Vindurinn og rokið hver ætlar að stoppa það
Guð þykir ekki vænt um okkur, svo fjandi hirði restina
Truir þú á jésu? Trúir þú á fílatrúnna?
mamma og pabbi að troða jésutrú upp í sinn littla unga
Littla barnið sitt sem ætlar að vera góður í skóla
Fara með foðir vorið á næturnar og hurðinni aldrei loka
Alltaf hafa halla, á bévítans hurðinni
Svo þú heyrir inn ef það koma ræningjar með skurðhnífinn
Foreldrar trúa að maður sé englar jésus,
Halda maður eigi aldrei að lenda í vandræðum, fjandi hafi þessa trú
En vondi kallin er það kölski eða djöfullinn, vill hann heitan eða kaldan
Maðurinn sem ferðast aldrei á milli himins og jarðar
Foreldranir kenna manni alls ekki of mikið
Eina sem þau tala um eru eiturlyfin
Segja okkur að passa okkur a Vonda fólkinu, sem reynir að spilla
Því þau segja þessi lyf gerir krakka tryllta
Og gefa skit í skólan, og vita ekki hvert þau leiða
En seint taka þau eftir að þau missa alltaf meira og meira
[Chorus] 2x
Betra er seint, ef seint er aldrei
Fyrr er best, bara ef það verður fallegt
Regndropar leka, því þú ert að tárast
Þú hafðir ekkert til að afreka,
Og nú er lífið þitt að klárast
[Verse 3]
Vinirnir hverfa og þú endar í kjallara
Með 30 ára gömlum gaurum sem eru að dópa þar
Ekki veit ég hvar hamingjan er
Hvar sólin er eða hvar ástin sé
En eitt veit ég þegar maður lendir í svona vitleysu
Þá getur maður eitt öllum sínum árum í neyslu
Og þá eru vinir þínir, löngu búnað gleyma þér
Sem voru svo annt um þig, vilja ekki lengur sjá þig hér
Þér er skítsama og vilt bara frá næsta-skammt
Þú ferð ekki í meðferð, því þú veist það verður fall
Þú gefur skit í foreldra þína, þau sem leiddu þig inn í heimin
En vertu viðbúin þegar þau koma með svarta rós á leiðið
Í jarðaförinni þinni þar sem lekur niður dropannir
þú hefðir ekki átt að svíkja fokkin loforðið
en ertu sátt að hafa komist í kirkju
komist í kistu, í þennan myrkur
þegar þú varst hér var minningin aldrei lægri
Og þú veist ekki hvort þú átt að velja vinstri eða hægri
Síðan ef þú spyrð spurningu veistu ekki hvort hann sé að ljúga
Og nú veistu ekki shit hverjum á að trúa
Og allt bara með þessari snertingu litlri
Gat ég valið hvort ég vildi vera ljúfi eða grimmi
[Chorus] 2x
Betra er seint, ef seint er aldrei
Fyrr er best, bara ef það verður fallegt
Regndropar leka, því þú ert að tárast
Þú hafðir ekkert til að afreka,
Og nú er lífið þitt að klárast