Ok, það er enginn að standa sig í að seta hérna inn rímur.. þannig varð að setja þetta inn.. bara til að hressa upp á þetta.. ekki að ég sé eitthvað stoltur af þessum texta, langaði bara deila honum með ykkur… tók örskamma stund að púsla þessu saman.


Ég ligg í rúmi mínu og stari andvaka upp í loftið/
Með fiðrildi í maganum og í von um að ég sofni/
Þessi lífsglaði drengur sem ég áður var er horfinn/
Ég fann ógn frá sjálfum mér, ég hótaði mér með vopni/
Varð að halda ró minni, en það var alltof erfitt/
Ég náði ekki að stilla mig, hvað átti ég mikið eftir?/
Var þetta hinn rétti endir, gæti ég flúið hann ef ég spretti/
Myndi ég stingann af en mundi hann ná mér ef ég detti?/
Varð að flía endinn svo ég tók sénsinn/
Hljóp af stað án þess að hugsa og endirinn mig elti/
En dauðinn var ekki dauður, leit samt við og þar var enginn/
En núna var kominn í hans lið, erkiengill/
Með svarta vængi, öskruðu, vissi að þeir væru vondir/
Óttinn greip um mig allann, myndi kvöldið enda með morði?/
Kom ekki upp orði, yrði ég einsog þessar skepnur/
Myndi ég verða þræll þeirra og verða aldrei slepptur/
Eyði ég öllu lífi mínu í þá og þeirra hendur/
Eða munu þeir hvelja mig þar sem sársaukinn er mestur/
Ég var sleginn af óttanum, ég var hræddur við nóttina/
Kvíddi fyrir því að vakna á morgnana og sjá ekki sólina/
Engar stjörnur, en samt dökkur himinn/
Ég sársaukanum kyngdi, þetta var ekki það sem ég vildi./