Þetta er mjög ópússað, vil bara smá álit á topicinu.







Dimmur er himininn, kalt er í veðri
finn hlýju í rjóðri einu, stöðva þar hestinn
býst undir að sofa úti, er því alvanur
furða mig á því er það verður svalt-aftur
lít út fyrir rjóðrið og sé þar veru rauða
stendur hlæjandi, ég sé hestinn minn dauðan
skelkaður ég krýp þarna, við veruna hræddur
tók þá ákvörðun að laumast að læknum
skreið fremur hægt, þögull einsog gröfin
sárt var að skríða, fremur hörð mölin
rek mig í stein sem skoppar útí vatnið
skvampið í steininum veruna varar við
snöggt veran við lítur, hárin á mér rísa
andlit hennar ómennskt allt, augu hennar lýsa
gengur í átt að mér, hjartað hamast núna
reyni að flýja en færist ekki úr-stað
veran stöðvar fyrir framan mig og brosir
og skyndilega, uppúr þurru er hún horfin




Ég lít í kringum mig, hræðslan í hámarki
þögnin í rökkrinu eykur á áfallið
spyr sjálfan-mig, var þetta bara draumur?
nei, því miður…hesturinn ennþá dauður
Lífið í móðu, ég skil ekki neitt
Hvað er þetta, fæ ég engu breytt?
Örlög mín klár, ég veit alveg uppá hár
að í hjarta mínu er risastórt sár
veran svo djöfulleg skildi við mig svona
“ég mun drepa þig!” útí loftið ég lofa
eirðarlaus ég ráfa um, hvað skal nú gera?
læðist í beitt og hárfínt mun skera
kalla út til heimsins að hér sé nú ólíft
allur svo úfinn og hugurinn óskýr
hvert fór veran? plágar nú huga-minn
skilur mig eftir með geðveikar hugsanir
hvað geri ég? ég spyr mína-sál-og
fullur af vissu ég frem líknarsjálfsmorð




Nú lífið á enda, enn þó með meðvitund
lá á köldu gófli, ringlaður settist-upp
eldar í kring og, fólk er að þræla
Karlmenn að gráta og konur að væla
fatta hvar ég er, þetta er helvíti
hugsanir skýrar koma nú með-flýti
skrattinn sjálfur fékk mig til að deyja
og ég sem að hélt að það nægði að reykja
kem með plan skjótt, læðist hægt áfram
geng á lykt skrattans rotnuðu sálar
sá hann sitja hjá altari fórna
að undirbúa þar fórn eina stóra
Stúlka áður fögur átti að deyja
Rödd áður hljómfögur átti að þegja
ég sá þar leið til að komast heim aftur
í augum mínum skein bara hatur
allt var klárt, ekkert gat klikkað
ég undirbjó mig að komast til vina



Er djöfullinn gerði sig kláran að fórna
gerðist nokkuð sem engan gat órað
ég spratt upp og djöflinum ýtti
og skyndilega sjálfri fórninni flýtti
skrattinn datt aftur, á stúlkunni lenti
og saman þau flugu af mjög háum kletti
og fyrr en mig óraði, satan var dauður
þar fyrir neðan mig stór blettur rauður
allir hér fögnuðu, en mér var nú sama
tilhvers að stofna allt þetta drama?
þeir vor'allir fastir með nagla við vítið
ég var sá eini sem slapp þarn'á lífi
upp ég steig fljótt, heimtur úr helju
og sömuleiðis komst ég með hestinn úr þessu
var aftur á heiðinni, nú kominn dagur
sólin og náttúran - allt var svo fagurt
steig á bak hestinum og áfram hann töltaði
og fyrir neðan alla lá dauður sá bölvaði