Sest upp frekar stúrinn og nuddá mér augun/
sé unga stelpu labba framhjá sem skaut mig fyrir löngu/
það var mitt fyrsta skot, og það skaust inn svo djúpt/
að mér fannst einsog hjartað hrikki út, og vefðist í hnút/
með bros svo ljúft að það birtir til innst inní mér/
bara vitandi það að svona fegurð finnist hér/
en það er eitt sem alltaf særir og sker í gegn/
skotið situr enn á sama stað inní mér/
og þó ég reyn’að vekja hugan uppúr draumi um það/
að stúlkan verði mín, þá tekst ekkert sama hvað/
bara eitt andartak, eitt fallegt bros/
eitt orð sem gæti glatt mig og gefið mér von/
felli tár og hún hefur máttinn til að breyta þeim/
en einsog hana vanti tungu, virðist aldrei vilja segja neitt/
er þögul sem gröfin þessi göfuga-frú/
en hefur bros sem að blekkir einsog völundarhús/
með vængi sem fljúga hærra en taktlausar sálir/
og orð sem grafa tilfinningar neðar en látnir/