Manía

Nýr dagur, ligg bara rólegur og svíf/
Staddur í nýrri tilveru, laus við óreglu og skít/
Er ég eitthvað öðruvísi eða sá eini heilbrigði/
Eru það kannski læknarnir sem virkilega kljást við veikindi/
Hef fullt af hugmyndum um að gera heiminn betri/
En það veidist erfitt, því það tekur enginn eftir/
Sendur inná Kleppi því mér var hent útaf klöppini/
Hvítur klefi og pilla á að þagga niðrí röddini/
En veistu hvað, þessi fáránlegi búningur/
Nafnspjald og sloppur getur líka þýtt sjúklingur/
Allir þykjast vita hvaða vandamál ég kljáist við/
En ég er ekki sjúkur, það eina sem ég hræðist er sjálfsmyndin/
Þó Jesú sé frelsarinn og Júdas einsog djöfullinn/
þá skalltu muna eitt, þeir tilheyra báðir sömu sögunni/
alveg einsog ég og þú og þó að fólkið hræðist mig/
þá munt þú aldrei sjá það sem ég hef séð á allri ævinni/
“af hverju, hvað ef?” væri öllum alveg sama/
ef enn eitt tilraunadýrið hætti skyndileg’að anda/
öróttur úlnliður sýnir tilfinningarnar í veraldlegri mynd/
því meir sem tíminn líður, þeim mun meiri verða erfiðin/
og geðlyfin, ýta undir að ég stökkvi út og drepi mig/
en verðirnir læsa, vilja frekar að ég skeri mig/

mögulegt viðlag;
engill, djöfull hvað sem þú villt kalla mig/
þá trúa flestir á að sá sem skapaði mig hafi skapað þig/
að á bakvið andlitin, leynist allstaðar sami skapari/
svo ef þú kýst að hata mig þá hlýturu að hata þig/