Semsagt setti upp einn texta eftir að ég fattaði þá skemmtilegu staðreynd að ég drep ekki tímann, tíminn drepur mig.
Fyrsti almennilegi textinn sem ég sendi hingað þannig bara please commenta. Reynið að vera eins hreinskilin og þið þorið. Ég hætti ekkert að skrifa þó ykkur finnist ég ekki hafa neina hæfileika :) Og já endilega ef þú sérð einhvern góðan púnkt þá point it out.
——————————————–
Hef ekkert að gera sit einn heima, er bara að bíða/
hef ekkert til að bíða eftir, Reyni bara að drepa tíma/
Enn tíminn drepur mig, Tíminn drepur okkur öll/
Sit einn heima, reyni að skrifa niður texta/
Enn textarnir allir slæmir ég virðast vera að versna/
Vont enn það versnar, um hæfileika mína ég er farinn að efast/
Ef þetta er allt um tíma, þá ætti ég að hafa nægan/
Vona að tímaglasið mitt fari ekki að tæmast/
Mun ég deyja í nótt?, suma hluti er betrað-vita-ekki/
Fólk alltaf að dissa mig, alltaf með-afskiptasemi/
Hey tík, afhverju er þér ekki sama í hvað ég eyði mínum tíma/
Sorry mamma enn stundum vil ég hausinn af þér slíta/
Allir pennarnir bleklausir, verð samt aldrei kjaftstopp/
Ég get ekki stjórnað tímanum, enn stundum sé ég allt-slow/
Enn þá hugsa ég hægt líka/ þannig ég græði engan tíma/
Tekur níu mánuði að skapa líf/ enn bara sekundu brot að eyða því/
Enn mannslíf er merkilegra enn allt í þessum heimi/
Þannig áðurenn þú notar byssuna þá plís reynið/
að tala um þetta og redda þessu öðruvísi enn að fara stystu leiðinahhhh/
Því morð leysir engin vandræði, skapar bara fleiri-jaahhhh/
Hef ekkert að gera sit einn heima, er bara að bíða/
hef ekkert til að bíða eftir, Reyni bara að drepa tíma/
Enn tíminn drepur mig, Tíminn drepur okkur öll/
60 sekondur í einni mínotu, 60 mínotur í einni klukkustund
24 klukkustundir í einum sólarhring, 7 dagar í einni viku
4 vikur í einum mánuði, 12 mánuðir í einu ári,
Enn hvað eru mörg ár í heimsendi?
Já tíminn er skrítinn/ já tíminn er lífið/
langar að gleyma því í smá svo ég hoppútí ríkið/
enn sjálfur tíminn, leyfir mér ekki að kaupa vínið/
Ekki nógu gamall fyrir hitt og þetta/
Enn hlakkar samt ekkert til að eldast/
Því ég hef ekki hugmynd um hvað gerist í minni framtíð/
Því núna hef ég það-fínt, enn verður framtíðin svart-hvít?/
Því lífið er ómáluð mynd, þú velur litina/
Verð ég kannski of dópaður til að lita myndina/
Enn ég efa það, ég ætti bara að hugsa um að lifa-af/
ég verðað byrja-að skylja-það að klukkan tifar-hratt/
Veit ekkert hvenær ég dey svo ég verð að kveðja í-dag/
Hvort ég muni labba til himnaríkis á eftir, eða kannski svífa/
ég geri mitt besta ÞVÍ-AÐ framtíðin er einsog hvítt-blað/
Kannski mun mér ganga svo ÍLLA að skrifa að ég bara ríf-það/
Enn ég er ekki TÝPAN, sem tekur sitt eigið líf… sinn eigin tíma/
Hef ekkert að gera sit einn heima, er bara að bíða/
hef ekkert til að bíða eftir, Reyni bara að drepa tíma/
Enn tíminn drepur mig, Tíminn drepur okkur öll/