hef aldrei komið út öllu því sem að inni býr/
leitaði að hjálp en hjálpin var tilgangslaus/
fannst ég vera galopin heimurinn himnalaus/
gjörsamlega vinalaus/ engir sem að bjátar á/
á hnökraða fortíð, með heilmikið sálarsár/
drukkna ekki í sjálfsvorkun held alltaf áfram/
einn dag í einu reyni ég að fá fram/
lífið sem ég á skilið og held í hvíta fánan/
ekki það ég líti bara á mig sem fórnarlamb/
í huganum á ég miningar sem að enþá ólga þar/
missteig mig margoft í lífinu ég veit það/
gerði svo margt þú veist allveg hvað ég meina/
þú þarft að upplifa allt saman til að finn sársökann/
finna mig mig í kuldanum útundan og náfölann/
feta þig í fótspor mín og sálin allveg að mölvast/
viðlag…
er ég lýt í spegilinn blasir við mér myndin
af særðum dreng sem vantar skjól en finnur engan himinn
lítinn dreng með samvisku og pínulítið hjarta
en lætur ekkert stöðva sig og heldur alltaf áfram
meðan sársökinn var mestur og ég var allveg opin
reyndi ég að harka af mér en sálin hún var brotin
fólkið var búið að rakka niður sál mína
það eina sem ég fann fyrir var dynjandi vanlíðan
þarf að henda sand í það til að finna leiðinna
brjótast inní hjártað mitt leita minna heimkinna
í heiminn þar sam allt var gott og alltaf ríkti friður
rétt í þessari hugsun kemur og fólk og snýr mig niður
ekki er ég syndur í syndaflóði heljar
myndast verur í kringum mig sem ætla mig að kvelja
allt út í sjónhverfingum semað að mér herja
það eina sem ég hugsa um er hvað er mig að henda
hvar mun ég enda að lokum eftir allt saman
ég er niðrí helvíti á tíma mótum aldana
sé alla andana sem að ollið hafa mér
erfið leikum í lífinu og leitt mig inná rangan veg
viðlag…
er ég lýt í spegilinn blasir við mér myndin
af særðum dreng sem vantar skjól en finnur engan himinn
lítinn dreng með samvisku og pínulítið hjarta
en lætur ekkert stöðva sig og heldur alltaf áfram
ætla ekki að gefast upp vil ekki bugast
jörðin ú skelfur hópurinn hann sundrast
helvítið splundrast og ég stend einn eftir
allt fer voða það er kominn heimsendir
heimsendir helvítis það er verið að eiða því
sé ljós, líður vel mér er orðið hlýtt
kominn á jörðina og reyni að ná sáttum hér
sé þá fullt af fólki sem er komið til að hjálpa mér
núna mér líður vel, þökk sé góða fólkinu
sem gerði allt til þess að leiða mig að ljósinu
dró mig upp úr tóminu bara vegna umhyggju
hjálpaði mér að hafna vetri og kulda í leit af sumrinu
loka ekki munninum fyr en ég hef sagt þér það
hvað andlegur sársöki er ég veit það
nú stend ég tala framan speglana
og hjálpsama fólkinu má næstum líkja við englana
viðlag…
er ég lýt í spegilinn blasir við mér myndin
af særðum dreng sem vantar skjól en finnur engan himinn
lítinn dreng með samvisku og pínulítið hjarta
en lætur ekkert stöðva sig og heldur alltaf áfram
Endilega komið með comment about it :D .. en annars afsakið uppsetinguna.
Vann Rímnaflæði 2008, en hef ekki látið fara neitt fyrir mér í þessum blessaða rapp heimi.. en lifi Evilmind og Arnar Freyr