Pínulangar línur og allt það, ég var bara að skella þessu saman…bara til gamans.







Til hægri er hlíðin, til vinstri er borgin
ekki góð ímynd, í huganum horfið holtið
bara spurning um tíma hvenær þetta hverfur
hvað á það að þýða að leggja á þetta hendur?
að rífa niður skógi vaxnar fagrar hlíðar
enginn hér í-dag sem náttúru vill hlífa
en ekki misskilja mig, þéttbýli er ágætt
kannski er ég bitur því náttúran er óánægð
bara rétt hjá Reykjavík, en útá landi er fínt - mest
kannski ekki á Austurlandi þarsem vatnið síast í-gegn
en, það þarf að færa fórnir svona stöku-sinnum
það er ekki einsog við sprengjum landið mörgum-sinnum
ekki einsog við höfum ruslahauga margra metra-háa
eða háa morðtíðni og öryggið svo skemmt-já-ávallt
erum ekki fátæk, og vitum okkar réttindi
en samt sem áður þykjumst við eiga eitthvað erindi
í að geta kvartað yfir kjörum okkar Íslendinga
sumir sofa úti, en hversu margir hlutfallslega?
allir eru ríkir, nema ósýnilegur hluti landsmanna
gefa ríku peninginn? Nei ekki frekar en allt-annað
þrettán milljón króna jeppi, og þú kvartar yfir dísilverði?
ef þú missir sjónina, hvernig heldurðu að lífið-verði?
missir innkomuna, og eyddir öllu í glingur
skuldar öllum allt, jeppa sem og litlafingur
þetta er kannski farið út fyrir umræðuefnið
en reynið að skilja að Íslendingar eiga ekki erfitt
allir geta haft andlega vandamál, að sjálfsögðu
en ekki kenna landinu um, frekar en afa eða ömmu
sumir minna mega sín, vegna einhverskonar örorku
kommon, það er vinna allstaðar fyrir okkur!
en nei, við erum of fín fyrir skítavinnu einsog skúringar
sendum bara útlendinga í það, þeir eru mestu ljúflingar
vinna og vinna, við störf sem enginn annar-vill
mæta svo fordómum frá Íslendingum sem kalla-sig
almennilegar mannverur, og þykjast vita hvað er-best
en þegar þannig týpur fá að ráða verður bara vesen
á ég að taka saman boðskapinn
í þessum mismunandi orðum?
Íslendingar, þið eruð ekki skotmarkið
og voruð ekki forðum
svo hættið að kvarta, nema þið hafið ástæðu
og reynið hvað þið getið að finna fyrir ánægju