Til hvers er þetta líf ef ég vakna aldrei upp í birtingu?/
Enginn líkami er skotheldur og þú varðst fyrir valinu/
Í faðmi mínum blóðugum hélt ég þér upp að mér/
Og hvíslaði í eyra þitt: “ég mun aldrei víkj’burt frá þér”/
Of ungur til að deyja, vissir samt mikið um þetta líf/
Ég brotna þá saman og öskra að vinátta okkar sé eilíf/
Við vorum tveir litlir strákar uppfullir af afbrotum skrítnum/
Og allt sem við gerðum þá er orðið að brotnum minningum/
Í hverju skrefi sem ég tek er eitthvað sem minnir mig á þig/
Heilt herbergi af hlutum sem ég geri ekkert nema að gráta yfir/
Og það var aðeins þetta eina skot sem tók þinn litla líkama/
Frá mér og fjölskyldu þinni sem mun mér aldrei fyrirgefa/
Að ég hafi drepið minn eina besta vin var bara misskilningur/
Það var ekki ætlað þér, þetta skot, ég lofa upp á æru og trú,/
En trúna hef ég löngu misst og æruna líklegast líka/
En ég verð að sætta mig við það að í skítnum skal ég lifa/
Fíknin varð mér ofviða, gerði mig kolruglaðan/
Ég afneitaði að ég þyrfti í nös hvern einasta dag/
En ef við lítum þannig á það, þá þurfti ég það/
Ég sniffaði kók til að gera mig eðlilegan, lifa af/
En það var ekki það sem gerðist, því mér tókst að deyða mann/
Og skipta tár mín einhverju máli? Af hverju flæða þau?/
Ég gékk aldrei það langt áður fyrr að tár fylltust í mín augu/
En líf þitt er ekki hægt að kaupa til baka, ekkert kemur í þinn stað/
Það er ég hræddastur við, því nú algjörlega einn ég er, og hvað?/
Enginn mun fyrirgefa þessum fíkli, þessum morðingja/
Og ef einhver mun mín dauðaósk loksins uppfylla/
Fer ég beint niður til helvítis og brenn þar til eilífðar/
Fyrir hvað mikinn pening fæ ég fyrir að drepa minn besta vin?/
Ég fæ engan, aðeins sjálfsvorkunn og samviskubit/
Fíknin varð mér ofviða, gerði mig kolruglaðan/
Ég afneitaði að ég þyrfti í nös hvern einasta dag/
En ef við lítum þannig á það, þá þurfti ég það/
Ég sniffaði kók til að gera mig eðlilegan, lifa af/
En það var ekki það sem gerðist, því mér tókst að deyða mann/
Eitt skot úr byssu minni hljóp þetta kvöld/
Þegar ég þurfti að blása í mína nös/
Átti ekki fyrir því og tók því stóra ákvörðun/
Að ræna búðina og þú varst að vinna þar/
Ég kannaðist ekki við andlitið, öskraði eftir peningum/
Sagðir þú svo nafn mitt, svitinn lak af enninu/
Ég átti engra kosta völ í minni örvæntingu/
En að svala fíkninni, minni hungruðu sýkingu/
Hvort er betra fíkniefni eða hrein samviska?/
Eða bara að hugsa áður en að framkvæma það/
Ég tók í gikkinn, skotinu hleypti af/
Og lenti það beint í þínum hjartastað/
Ég mun aldrei geta fyrirgefið mér það/
Að fíknin varð sterkari en mín vinátta var/
Ég lifi nú fyrir allt eða ekki neitt/
Því lífi mínu hef ég aðeins sjálfur breytt/
Fíknin varð mér ofviða, gerði mig kolruglaðan/
Ég afneitaði að ég þyrfti í nös hvern einasta dag/
En ef við lítum þannig á það, þá þurfti ég það/
Ég sniffaði kók til að gera mig eðlilegan, lifa af/
En það var ekki það sem gerðist, því mér tókst að deyða mann/
-Krizza.