hugmyndin kemur frá bíómynd

Eitthvað tekur yfir mig sem ég get ekki líst
oft fæ ég krampa og mér verður illt
get engu stjórnað, raddböndin þenjast get ekki öskrað
missi allan mátt get ekki flúið og get ekki hörfað
þetta tekur yfir mig, umkringir og bugar mig
lætur mig sjá hluti sem gera mig undrandi
það sem ég hélt ég myndi aldrei sjá og væri ekki til
enginn fyrir aftan mig en finnst eins og þeir elti mig
finnst að allir vilja mér illt halda mér frá góðu
beinin brákuð, holdið marið og skinnið blóðugt
veit ekki hvað þetta er en sé hvað það er að gera mér
vil ekki vita hver þessi vera er eða hvað hún er að gera hér
breytt mér í ófreskju sem að allir óttast
þeir sem ég elska geta ekkert en lagt á flótta
líkaminn stirðnar og bognar og ég tala tungum
rúður springa þegar ég öskra úr mér lungun
lít í spegil og byrja að skjálfa
því í speglinum sé ég ekki mig sjálfan
heldur þennan djöful sem kvelur mig stöðugt
er ekki á förum fyrren, vald hans er öruggt


Vakna úr værum svefni, bundinn við rúmið
úlfar spangólandi, þrumur og eldingar úti
inn kemur prestur, skvettir á mig vatni
til að hræða djöfullin, sjá hvort sálin vakni
ég öskra engist og hreyti í hann fúkyrðum
næ næstum að losa mig frá rúminu
þeir halda mér niðri, lesa úr biblíum
ég gef skít það og restina að þeim ritningum
kross fyrir ofan rúmið, hengur á hvolf
fólk efast um hvort þessi drengur á von
þetta er ekki mín rödd, hann talar í gegnum mig
finn að ég er algerlega undirgefinn skepnunni
klóra mann til blóðs, hann sleppir takinu
klóra og bít, blóð blettir í lakinu
ég losna þeir hörfa, skjálfa, ég öskra
brjálast, sé glugga hleyp til að stökkva
get ekki meira, sé að ég þarf að deyja
helgiathafnir höfðu ekkert að segja