Fyrir 18 mánuðum var ég lítill dapur drengur/
með stolti get ég sagt að ég er það ekki lengur/
snöru ég setti um hálsinn og ég hoppaði/
af engli frá himnum ég skoppaði/
það tók á en ég lenti á fótunum/
ég kom út lifandi á endanum/
vanlíðan og þunglyndi mig yfirliði bar/
hélt að ég væri sterkari en að ég í rauninni var/
hélt að enginn mig skildi/
að enginn mig vildi/
en fyrir guðs mildi/
er ég hér í dag/
allt komið í lag/
ég sem þessa rímu sem öðrum víti til varnaðar/
fyrir litlar sálir, veikar og óharðnaðar/
þó svo að lífið virki ekki mikils virði/
áhyggjur og vanlíðan sé of mikil byrði/
ef þú trúir því að engum þyki vænt um þig/
hlustaðu þá á þetta lag og hugsaðu um mig/
ég gafst upp, hélt ég hefði tapað/
fannst ekkert ganga upp, allt svo glatað/
en í dag er ég á góðum stað/
því að ég fattaði það/
að fólk skilur mig, elskar mig, virðir mig/
og trúðu mér, það gildir það sama um þig/
hélt að enginn mig skildi/
að enginn mig vildi/
en fyrir guðs mildi/
er ég hér í dag/
allt komið í lag/
ég veit það þetta er bara skólarím og kannski gæti ég gert þetta betur… en þetta bara einhvern vegin flaug í gegn… en þar sem að þetta er samið um efni sem skiptir mig miklu máli þá þakka ég ykkur bara fyrir að lesa þetta.