Diddi heiti ég er kominn til að stela senunni/
ég rappa eingöngu fyrir ást mína á hiphopi/
vinsældir og peningar hvað er það/
eina sem ég þarf í lífinu eru penni og blað/
fyrir mér er hiphopið komið á ranga braut/
þetta á ekki að snúast um peninga og hvern þú skaust/
ég á mér draumóra, fantasíu, ég lifi í eintómri nostalgíu/
þar sem að hiphopið snýst enþá um taktinn og rímuna/
ekki hummer, byssu og sílikon dívuna/
sem að þú settir í daginn áður en þú tókst þér pennan í hönd/
rappar um það hvað þú sért harður og að það haldi þér engin bönd/
hiphop er lífstíll og svo miklu miklu meira/
þó þú sért harður gaur þá snýst þetta um svo margt fleira/
mamma spurði mig um daginn hvort ég reykti gras/
fór fram á það að ég myndi pissa í glas/
fyrir það eitt að hlusta rapp er ég stimplaður dópisti/
útúrkókaður geðsjúkur bilaður anarkisti/
fyrir mér er búið að skemma hiphopið/
með ganstah stælum og ofbeldi, er senan komin í ruglið/
Þetta er mín fyrsta ríma, hendi upp smá sem að ég samdi á 10 mín á hiphop.is en tók þetta síðan og aðeins endurskoðaði og bætti við. Öll gagnrýni er vel þegin, enda lærir maður þetta ekki annars…