Rímnaflæði deyr ekki svona auðveldlega.
Það voru hugsjónir sem störtuðu þessu og hugsjónir munu halda þessu á lífi.
************************************************************
Það var fundað um Rímnaflæði 2006 á starfsmannafundi áðan og komist að þeirri niðurstöðu að það yrði haldið óháð því hversu lítil skráningin er.
Ástæðan sé að hér sé um frumraun að ræða vegna nýrra reglna og því sé þetta eðlilegt og sérstaklega í ljósi þess að hip hop sem slíkt er í töluverðri lægð um þessar mundir.
Hlutfallslega þá er ekki færri að skrá sig í þessum aldurshópi en í fyrra. Kannski er það feimni og hræðslan við að standa andspænis eldri röppurum sem hefur haldið mörgum unglingnum frá því að skrá sig í gegn um árin því hlutfallslega er alltaf mun meira af 16 + keppendum. Kannski hefur unga liðinu stafað uggur af þeim. Þetta er þróunarstarf klárlega og allt byrjar smátt. Ég er fullviss um að helmingi fleiri skrái sig á næsta ári þegar það er komin reynsla á þetta.
Þrátt fyrir það viljum við vera áfram vettvangur fyrir þau sem vilja/þora að láta reyna á hæfni sína á þessu sviði. Það liggji í hlutarins eðli að keppnin fari að vaxa aftur. Hún snérist aldrei um vinsældir heldur rímur, flæði, texta,góðar stundir og krakkana sem vilja nýta sér þetta tækifæri.
Þetta er staðreynd en auðvitað vona ég að þið finnið rómantíkina í þessu eins og við.
Það er því enn hægt að hvetja krakka til dáða og láta þau skrá sig! Grafavogurinn er að standa sig hvað best í þessu, plögga Rímnaflæðið vel og hafa samband við Miðberg.
Við hin ættum að taka það til fyrirmyndar. Nú eru 4 dagar til stefnu.
Keppendur geta nú flutt 2-3 lög.
Gestahljómsveitir munu spila lengur.
A.T.H.
SPACEMAN HEFUR NÚ BÆST VIÐ Í HÓP EÐAL GESTASVEITA
SPREAD DA WORD
Kv
Birki