mistökin sem lifa, tifa,
tala til mín tæpitungulaust
þau banka laust á dyr, bjóða lausn í formi þroska
losna úr læðingi með semingi og krefjast kosta
lækka rosta, flosna úr felustað
kostar kynslóð eftir kynslóð
sitjandi með spegilbrot og brostna,
augnaásjónu…
herðakistill vegur þungt ef veður aðeins bábilju
staðnað loft slævir stund í tregafulri tjáningu
eyðileg er bitur grund, blóðböndin öll storknuðu
tryggðartaugar trosnuðu, sorgarklæði þykknuðu því
himinsfley hertu róður, eitt af öðru
öll með tölu, þau strönduðu..
Á virkisveggjum víðum virðumst vega móti vondu
úr viðjum vanans velkjumst og veltum þungu hlassi
reynum að rýna í rúnir runnar undan raunverurassi
kunngerum kennileiti úr kunnugleikans krakkakrassi
Ef jörð væri ei flöt væri hugur okkar ennþá kassi
óbrotin sjónlína jú en óstimplaður ferðapassi
(ekki detta á rassinn..enda hvergi nærri hólpin!)
Eru vegir jarðarför?