langt síðan maður hefur postað inn síðast. þetta er væntanlegt lag með mér, ykkur má finnast þetta væmið, artý eða hvað sem þið viljið, en ég vill endilega komments
1.vers
það voru tveir vinir, stelpa og strákur/
ekki sést lengi hittumst svo eftir langan tíma aftur/
horfðust í augu, sem braust útí faðmlag/
rifja gamla tíma eins og alltaf/
það er svo gaman, margir hlutir til að segja frá/
tal-um okkar drauma og reyna elta þá/
fara í smá göngutúr, soldið kalt í veðri/
kólnandi haustið að verða að vetri/
ganga tvö saman, leiðast hönd í hönd/
reyna hlýja sér, því að höndin er köld/
frekar dimmt kvöld, aldimmur himinn/
engin eru skýjin en aðeins stjörnublikinn/
lánar henni úlpuna, svo hún verði ekki kalin/
biður hana um að loka augum og leggjast svo í grasið/
því að við blasir, falleg sjón sem verða að tárum/
opnar augun, það verða andköf og grátur/
viðlag 2x
þarna voru þau eins og þau væru ein í heiminum/
útsýnið, kyrrðin, og allt sem því við kemur/
voru nú á bak og burt frá öllum leiðindum/
bara þau tvö, horfandi á þessa fegurð/
2.vers
þau áttu notalega kvöldstund, horfðu saman uppí himininn/
stjörnuhröp og norðurljós sem þau lifðu sig inní/
allt inní myndinni, þau voru þarna í smástund/
trú, von, kærleikur, umhyggja og hatur/
hlátrasköll og grátur, hann leit á hana og sá brosið/
horfðust í augu, þessi vinátta seint sem aldrei brotin/
rómantíkin blómstraði, en blöð rósarinnar fallinn/
setjast svo á bekkin og horf-á spegilslétt vatnið/
allt var svo fallegt, norðurljósin dönsuðu á vatninu/
þau voru svo heppin að verða bara tvö fyrir valinu/
lífið var frábært, voru laus við allt annað/
þarna var það vandlega bara fyrir þeim sannað/
þetta var svo hljóðlegt en svo meiningarfullt kvöld/
gátu lokað sig frá öllu, einsog þau væru ein þessari veröld/
þetta var svo ljúft, svo gott, þetta andartak örstutt/
hún mun lifa til eilífðar þessi notalega kvöldstund/
viðlag 2x
þarna voru þau eins og þau væru ein í heiminum/
útsýnið, kyrrðin, og allt sem því við kemur/
voru nú á bak og burt frá öllum leiðindum/
bara þau tvö, horfandi á þessa fegurð/