Rengið (Bryndís)
Ég geng hér um göturnar/ og ráfa um í myrkrinu//
ég reyn'að finna þig/ er þú flýtur burt með regninu//
Ekki fljóta lengra / því ég þarf þig svo að finna//
komdu til mín elskan mín/ ég hef svo margt að segja//
ég er ekki jafn'harður/ og nokkrir litlir steinar//
en ef þú bara segðir mér/ hvað þú ert að meina//
þá væri það svo léttara/ að ná þér upp'úr svefninum -ég get bar'ekki meira//

Ég er reyn'að segja þér/ hvernig nú mér líður//
ekki hlaup'í burtu/ á meðan þú nú bíður//
því ég er að sækja svolítið/ já, doldið leyndarmál//
þett'er lítil gjöf til þín/ já, litla gjöfin mín til þín; “mín til þín > mín til þín”//

Og ef þú opnar gjöfina/ þá sérð'að þett'er vinátta//
já vináttan sem hljóp frá mér/ hljóp úr litlu höndum mér//
þú veist nú hvað ég elska þig/ mest í öllum heiminum//
fyrirgefðu ástin mín/ en ég týndist út í geiminum//
mér þykir mjög svo vænt um þig/ og vill þér allt það besta//
ég get bar'ekki slepp þér/ og bý mig undir það versta//

Gerðu það nú Bryndís mín/ lof mér öllu góðu//
þessi texti er alfarinn-til þín/ nánast ástar'óður//
nú er þett'að fara enda/ -lífið mitt komið í móðu//
ég flýt með fokkin regninu/ -er algerlega tómur//
vona að þú minnist mín/ því ég ætl'að fljóta áfram//
fljót'áfram með myrkrinu/ sem virkar vel í pyntingum//
ég get ekkert í því gert samt/ svo ég vona að þú bjargir mér/
og leiðir mig í birtuna; “birtuna > birtuna”//

Einn annar texti sem er jú svona öðruvísi.
Útgáfan mín af henni samt inniheldur meiri texta en hann er þó sér fyrir eina ákveðna manneskju.
Langar að taka það framm að fyrstu tvær línurnar eru eftir félaga minn hann Danna og þakka ég honum fyrir það ;).


Væri gaman ef fólk myndi henda í mann góðu sem slæmu commenti, hvernig hægt er að bæta, hvað mætti laga og svo frammvegis.