Flestir föstudagar eru dagar sem fæstir vilja fresta. Næstkomandi föstudagur, 15.september, má segja að sé einn af þeim föstudögum því þá munu Forgotten Lores og Original Melody slá til tónleika á Stúdentakjallaranum. Dj STEF ásamt Dj Jóa munu þeyta skífum frá kl. 21:00, á sama tíma og húsið opnar, skemmtileg tilviljun. Aðgangur verður ókeypis, frítt inn.


Báðar hljómsveitirnar munu spila á Iceland Airwaves-hátíðinni. Tæpur helmingur Forgotten Lores er búsettur í Danmörku svo ekki er líklegt að þeir munu spila aftur fyrir Iceland Airwaves.

Á tónleikunum má finna gamalt og nýtt efni, í bland við hliðarproject á borð við Arkir og Thundercats.

Tóndæmi, ásamt myndum og upplýsingum, má finna á:

Original Melody:


http://www.myspace.com/originalmelody
http://www.myspace.com/fonetiksimbola
http://www.myspace.com/feedbackseats
http://www.myspace.com/imagery1

Forgotten Lores:

http://www.myspace.com/forgottenlores
http://www.myspace.com/introbeats
http://www.myspace.com/arkir
http://www.myspace.com/djbruff
http://www.myspace.com/byrkir
http://www.myspace.com/diddifel
http://www.myspace.com/classtotheb
http://www.myspace.com/beatmachinebandits

DJ Stef:

http://www.myspace.com/dj_stef