Sár, reiður, ligg ég einn í minni rekkju/
Hvort sem þú trúr því eða ei tengist það ekki stelpu/
Lífið gengur verið erfitt, getur gert manni grikk/
En aldrei kyngi ég því, jafnvel þó ég hafi lyst/
Læt ekki ganga á mér eins og hverju öðru teppi/
Hvað sem hver segir, þá var ég í rétti/
Eyðilagði bíl okkar og segist hafa slasast/
Eyðilagði líf okkar og segist hafa slasast/
Allir vilja hengja glæpamann og þau benda á Binna/
Líf marga breytist á augnabliki eða jafnvel minna/
Við vorum báðir í belti, ég fór að lög og reglum/
Alls engar lygar, hví ætti ég að beita brellum/
Sannleikur skiptir litlu máli ef lygin er fallegri/
Líf mitt skiptir litlu máli ef lygin fær að dæma mig/
Mér er alveg sama þó þið viljið ekki hjálpa mér/
Því ég læt ekki blóð bræðra minni liggja á sálinni/
Hvað átti ég gera, hvað gat ég svosem gert/
Hvaða helvítis lexíu á þetta að hafa mér kennt/
Ég veit að líf þeirra er horfið en ég á eitt sjálfur/
Hættum að rífast, ég verð sjálfum dauður bráðum/
Gerði þetta sérstaklega fyrir þennan dálk hérna, veit ekki af hverju, ég er svo dularfullur.
Bætt við 15. ágúst 2006 - 15:35
Ég setti bróðir í fleirtölu þarna vegna þess að þetta er texti sem var hálfgert framhald af öðrum sem fjallar um svipað málefni sem lika á tengjast bróðir mínum, en þessi textinn fjallar aðeins um mig og hinn bróður minn.