Hvern fjandann hefur þú rétt á að dæma hvað ég og við í TFA gerum. Ég sé ekki hvað þú hefur gert svona rosalega gott fyrir menningu heimsins ? Á síðunni okkar, rétt áður en við lokuðum henni, voru FULLT af góðum myndum af ýmsum hiphop djömmum (að sjálfsögðu merktar TFA í horninu þar sem við tókum þær) og keppninni sem við héldum. Ég ætla ekki að telja upp allt sem var á síðunni en meðal annars var viðtal við STARZ og skyssa eftir hann, vídeó- og hljóðklippur af Skífuskanki, nokkur lög sem komu fyrst á sjónarsviðið á www.tfa.is s.s. lög eftir Forgotten Lores, Souls of Orpheus og Skyttunum. Svo vorum við með síðu um Lone Catalysts út af tónleikunum sem við héldum. Og að segja að við rukkum of mikið inn á djömm ? ERTU HEIMSKUR !!! Við höfum persónulega lagt út fyrir aðburðum sem þessum og persónulega lagði ég út 280.000.- kr fyrir tfa keppninni á gauknum á sínum tíma og fékk 2.000.- kr í gróða. Lone Catalysts djammið sem haldið var með Forgotten Lores kom út í 60.000.- mínus. Þar var lagður undir um 500.000.- allt í allt. Svo með skífuskank spóluna, sem kom ekki út í gróða heldur, þá er þetta gert með flest allar skífuskank keppnir heimsins og því ákváðum við að slíkt hið sama. www.dmc.com til dæmis. Kannski finnst þér að fólk eigi ekki að geta nálgast keppnir sem slíkar á spólu ? Við bönnuðum heldur engum að taka keppnina upp !!! HVAÐ HEFUR ÞÚ GERT FYRIR HIPHOP MENNINGU LANDANS ? Nú hef ég haldið 2 menntaskólaböll, um 10 menntaskólauppákomur, 4 skífuskankskeppnir og spilað á fleiri en 150 uppákomum, hvað hefur þú gert ? Judge not less thee be judged !!! Hvað svo sem ég spila á menntaskólaböllum, reynslan sýnir að fólk VILL EKKI HLUSTA BARA Á HIPHOP !!! Ég mæti ekki á menntaskólaball bara með hip hop kassann minn, ertu heimskur. Það voru um 600 manns á síðasta balli sem ég spilaði, og þar að auki MR-ingar (sem hafa mjög fjölbreyttann tónlistarsmekk) svo ég voga mér ekki að spila BARA hiphop. Ég á núna um 3500 plötur og um 1000 eru hiphop. Ég fíla fullt af annarri tónlist heldur en hiphop og hef alltaf gert. Ég var til að mynda að hlusta mikið á klassíska tónlist þegar við héldum skífuskank 2. Það er ekkert hægt að vera þessi rebel týpa nú til dags sem hlustar á ekkert nefa hiphop, gengur bara í “hiphop” fötum og annað í þeim dúr. ÞAÐ ER ENGINN sem er eitthvað að gera í hiphop heiminum sem ég hef kynnst sem hlusta einungis á hiphop. Það kallast þröngsýni. Hvað er svo hommalegt við teknó ? Gerðu það seigðu þetta á góðu kvöldi á thomsen og ég lofa þér því að fullt að gagnkynhneygðu fólki myndi finnast gaman að slenga nokkrum útlimum í þig. Teknó er ekkert verra en hver önnur tónlistarstefna (fyrir utan kántrí….hlustið á jello biafra til að skilja betur). Plís útskýrðu það hvernig fataval mitt og vinnustaður hefur áhrif á hvernig ÉG breytist við að starfa við það sem ég elska, HIPHOP. Í bili….pís.