Kom of snemma í heiminn, of snemma á sjónarsviðið
móðirin aðeins 17 ára og faðirinn löngu farinn
Fór strax eftir og þau hittust aldrei aftur
lá þar hálf lömuð, liggjandi og enginn kraftur
leitandi að hjálp, en engin huggun berst
Lífið hefði verið ljúft ef þetta hefði ekki gerst
Fengið að skemmta sér með vinum og engar áhyggjur af þessu
Fengið að hitta riddarann, þennann á hvíta hestinum
Með byssuna til að skjóta vondu dagana burt
til að gera lífið léttara, til að kynna hana fyrir ástinni
En í staðinn fékk hún vonda gæjann
Þennann sem kom, tók allt og brást henni

Eitt fyllerí, nokkrir bjórar og einn vondur maður
Sá ekki andlitið en þetta er barnsins hennar faðir
Samviskan hana að brenna
að þetta sé henni að kenna
Merkt fyrir lífstíð þetta verður ekki verra

Níu mánuðum seinna andaði það að sér lífinu
Andað að sér i í fyrsta skiptið, fékk að sjá með augunum
Fékk ágætis móttökur, sterkur og heilbrygður
Eins og engillinn sem kom af skýjunum
Hjálpin loksins komin, til að gæta hennar
Til að reyna að hrekja burtu minningarnar sem að vekja hana
Hann er lánið í óláninu, hann er gjöf, gjöfin frá lífinu til hennar.
En í staðinn fyrir að hjálpa dregur þetta hana niður
Hún finnur ekki til bjartra vona sem hefðu átt að koma þegar hún biður

Samviskan hana að brenna
að þetta sé henni að kenna
Merkt fyrir lífstíð þetta verður ekki verra
Samviskan hana að brenna
að þetta sé henni að kenna
Merkt fyrir lífstíð þetta verður ekki verra

Orðin 18 ára, sjálfráða, hangandi í lausu lofti
Eins og töframaðurinn á hennar fyrsta afmæliskorti
Liggur svo undir jörðinni á meðan barnið elst upp
Elst upp án móðurs og föðurs sem fór burt
Hefði hann gert þetta ef hann hefði þetta vitað?
farið heim að rúnka sér eða spila?
Leitt að svona menn viti ekki af þessu
búnir að rústa lífi fólks gjörsamlega í klessu.


Leiddist dáldið í stærðfræðitíma í skólanum fyrir sumarfrí og ákvað að prófa að búa til mína fyrstu “rímu”. Fann hana svo núna.
Segið hvað ykkur finnst… Btw, þetta er mín fyrsta.