Stóð ég við vegginn kyrr líktog steinn/
upp kom þá hugboð, ég var ekki einn/
Skimaðist um einsog fiskur á flugi/
ég sá hann og létti, þetta var bara Hugi/
Hann rétti mér hanska og safa að drekka/
Ég neitaði drykknum og heimtaði Extra/
“Hey vó, enga frekju!” æpti upp Hugi/
“Vertu feginn að fá ekki kassa af brundi!”/
Ég sættist á hans rök og fékk mér svo sopa/
Hann byrjaði að tala en ég þurfti að ropa/
“Hættu að trufla!” Hugi pirraður sagði/
Ég gæsahúð fékk og um leið ég steinþagði/
“Ég hef verkefni að vinna!” slóttugur sagð'ann/
“Sérþekkingu þarf ég, hlut sem þú einn kannt/
Þú kannast við Benna” staðhæfði gaurinn/
“Hann var víst að vinna heilmikinn aurinn/
Þetta er skrítið, ég veit það” játaði karlinn/
“En ég vil að þú undireins höggvir á Jarlinn”/
Ég hváði, var hissa, mínum eyrum vart trúði/
ég starði hálfskelkaður, var hans geðheilsa búin?/
Hann sprakk nú úr hlátri líktog grameðla á flippi/
“Þú trúðir í alvöru að sker' yrðá typpið!”/
Óviljugur ég roðnaði, ég skammaðist mín/
Einsog þegar Vala Matt bauð mér inn til sín/
“Nei, hið alvöruerindi er hvorki hlátur né grín/
Ég vil að þú undireins takir til fötin fín”/
Ég varð nú að ósk hans, forvitnin á fullu/
Enn aukst á hana er hann dulbjóst sem hundur/
Ég spurði hann hljóðlega hvað gera ég ætti/
Hann spurði á móti hvað um þetta mér þætti/
Ég var nú hálfhreinskilinn, sagðist botna í fæstu/
“Æj, gakktu nú um með mig, viltu vera það sætur?”/
Ég hlýddi, mjög undrandi og skokkaði af stað/
En þá hundurinn gelti og mig leiddi annað/
Ég spurði hvert hann væri mig í burtu að leiða/
“Æj þegiðu fíflið þitt, gerðu mér nú þann greiða!”/
Fljótt kom ég þá auga á Benna og hans stúlku/
Þau voru að rífast um hvað hann væri þungur/
“Þú ert tuttuguogfimm kíló!” æpti upp stúlkan/
“Ég er bara fimmtán! Og er þessvegna að fjúka!”/
Þvílík sjón var að sjá það, Benni upp lyftist/
Ég játa nú samt að það var skrambi fyndið/
En stúlkan í hann greip og dróg hann í var/
Verst þó fyrir þau að við vorum þar/
Ég komst nú að planinu og vá hvað það sökkar/
Hugi stökk strax á Benna og byrjaði að hömpast/
“Náið hundsræflinum af mér! Kynlífsleikfang er ég ei!”/
Honum varð ekki að ósk sinni og var jarðsettur í kyrrþey/








….Já, þetta er kannske svolítið öðruvísi ríma. Vona að einhver hafi nennt að lesa hana alla, ef svo er, kommentið ^^

Og já, ég veit að það er ekki mjög flókið rím í þessu en það er aðallega útaf því að upphaflega var þetta samið sem ljóð. Samt er ekkert að því að hafa ekki úberútpælt atkvæðarím í hverri einustu línu :)