1st. vers:

sumir segja ég eigi við vandamál að stríða,
segja ég sé orðinn þunglyndur af kvíða,/
veit ekki hvernig það er að líða vel,
ég lýg, svík og stel,
það er ekkert að ég er barað skríða úr lokaðri skel,
akkuru er fólk að skipta sér af? það er ég sem vel,
bíð eftir einhverju góðu en um leið ég daga mína tel/
erfiði er eðlilegur hlutur í mínum augum,
líf mitt er eins og í rafmagnslausum ljósastaurum,/
hef fellt ansi mörg tár,
sæki sálfræðing en fæ samt engin ráð,
vona barað þessu ljúkí bráð,
hef lifað við fátækt og mikla smáð,/
félagskapurinn nægur,
en tilfinningalega niðurlægður,
er ungur hermaður frekar illa særður,
vona að ég fæðist aftur endurnærður,/
fæ enga hjálp þó mér blæði,
enginn sjúkraliði á mínu svæði,
engin hjálp! líf mitt hangir á bláþræði,
vill bara deyja og það í næði!/
ekki furða að ég hafi villst af leið og farið að slást
engin föðurýmind, sundruð fjölskylda og engin ást
mér var skítsama hvað ég gerði, vildi bara ekki nást/
af löggunni, féló eða barnaverndarnefn
eina sem ég hugsaði var að ná fram hefnd/
Fannst allt hlaupa frá mér
afhverju var ég settur í þetta líf?
allur þessi viðbjóður og stanslaust stríð
áföll, átök, og vanlíðan, ekki skrýtið að hefndin sé blíð/
komst ekkert áfram í skóla því mig skorti metnaðinn
ef eikkað gekk á var ég alltaf grunaður um verknaðinn/
tók stuttann tíma að villast í eiturlyfin
fyrstu 2 mánuðina var ég yfir mig hrifinn/
byrjaði að reykja hass en fór svo í sterkari efni
hraða, kúlur, læknadóp og veit ekkert hvert líf mitt stefnir/

Chorus:
ég er týndur hermaður, ég missti af hópnum
finnst ég vera einn í mínum hugarheimi frekar flóknum
með hausverk eins og ég hafi verið laminn með skóflu
finnst lífi mínu hafa verið stolið og ég leita af þjófnum

2nd. vers:

Týndi ég gamla lífi mínu eða var því stolið?
ég reyni að fikra mig áfram en ég er að missa þolið
alltof mikið á herðum mér hversu mikið meira get ég borið?/
hvað á ég að gera? gefast upp eða halda áfram að ganga?
reyni að finna leiðina heim en það er alltof langt þangað/
hefði aldrei átt að leggja í þennann leiðangur
var voða gaman fyrst en orðinn alltof langur gangur
ég var bara 16 ára gamall íþróttastrákur/
með fótboltadraum, um atvinnumennsku
sem hvarf því miður fyrir skemmstu/
því ég varð forvitinn! en drap ekki forvitnin köttinn?
afhverju féll ég í eigin gildru í stað þess að halda fast í knöttinn?/
en nú er ég fastur á þessum stað
hvert á ég að fara!? “útgönguleið?” hvað er það?
ég reyni að spyrja til vegar en ég fæ ekkert svar
í mínu lífi hafa allar dyr verið lokaðar
held varla að þær opnist núna, sé ekki hurð neinstaðar/
lítið sem ekkert þol eftir og vatnið er að klárast
ég er með tómann tánk og gefst upp von bráðar
líður eins og í eyðimörk, stanslaus sandur í augun og ég tárast
kominn svo langur tími á þessum slóðum og mér blæðir nánast/
sé ungar dauðar sálir allt í kring
ekki von að fólk kalli þennan stað vítahring
hvenar kemur ljósið? eða einhver góð breyting?
finnst þessi staður vera brot úr einhverri bíó-mynd
finnst ég hafa séð þetta allt áður en hún var aldrei sýnd/
langar að sjá endirinn, sjá hvernig þett-allt leysist
er lífið alltaf sona eða er þetta eitthvað sem breytist?/
ég er algjörlega ráðþrota
hvar er þessi álfadís með töfrasprotann?
vill komast burt ég verð að fá að notann!
verð að fá orku, verð að fá vökva bara vatnssopa
er búinn að gefast upp því allt er tómt ég á ekki einn dropa/


Chorus:
ég er týndur hermaður, ég missti af hópnum
finnst ég vera einn í mínum hugarheimi frekar flóknum
með hausverk eins og ég hafi verið laminn með skóflu
finnst lífi mínu hafa verið stolið og ég leita af þjófnum
“Only God Can Judge Me - Tupac Shakur”