Ákvað að henda inn smá uppkasti af texta herna endilega commenta :)

Sársaukinn var oft svo yfirgengilega mikill
en ég stóðst öll prófin og er sterkari fyrir vikið
munaði oft sáralitlu að ég færi yfir strikið
Eiturlyf og slagsmál var minn lífstíll og fyrir það var ég oft svikinn
reyndi oft að opna réttu dyrnar en ég fann aldrei réttann lykil
Misti marga vini í fangelsi og hinir fóru yfir hæðina***
skítsama hvað fólk segir því átökin voru mikil!
Drottin Guð fyrirgefðu mér því ég hef syndgað mikið!
En hef nú fundið hinn rétta lykil/
Kominn á beinu brautina, orðinn edrú og líður miklu betur
eignaðist gullfallega kærustu nú snemma veturs
sem sýnir mér ást, virðingu og metur/
mig eins og ég er!
nú eru liðnir rúmir 2 mánuðir og ég veit ekki hvað ég geri ef hun fer/
frá mér/ég elskan hana Erlu mína mikið
en ég er mannlegur svo fyrirgefðu mér ástin þegar ég fer yfir strikið!/
hættur að reykja, hættur að stela-og hættur að dópa
hættur að poppa, hættur á gonza og hættur að smóka
vinir minir hafa vond áhrif og taka þessu eins og ég sé að djóka/
mér er fúlasta alvara,ég er ekki að segja þetta í gríni
finnst þetta rétta skrefið í átt að nýju lífi
þoli ekki lengur átökin og áföllin i þessu eiturlyfjastríði
þetter nýársheitið mitt ekki bara einhver textasmíði/

chorus:

ég var týndur sauður en fann leiðina heim
var orðinn leiður á því að vera einn af þeim
sem rataði aldrei neitt
en þannig er þaðí neyslunni yfirleitt



fjölskyldulífið að batna
því mér líður ekki lengur illa þegar ég vakna
ég fann trúnna á ný eftir að ég vaknaði og fannst ég verað kafna
Var það tilviljun? varla! ég held Guð hafi bara verið að kalla/
fer nú í kirkju á öllum sunnudögum
hér eftir nefni ég Guð á nafn í öllum lögum!
ef Þú heyrir að ég sé fallinn þá eru það líklega kjaftasögur
þó ég sé hræddur við fallið stend ég beinn í baki og í varnarstöðu/
finn að þunglyndið hleypur frá mér
og fyrir það þakka ég Guði hér/
hann hefur ætíð elskað mig þó ég ætti það ekki skilið
heyrði ætíð í honum því hann lét mig ekki í friði
ég var á gangi úti, leit niður og þar lá miði/
ég tók hann upp og leit á hann stórum augum,
það stóð í svartletruðum stöfum “týndur sauður”
ef ég hefði ekki lesið miðann væri ég eflaust dauður/
ég fór útaf réttu brautinni en fékk annað tækifæri,
ætla að nýta það vel þó mér líði illa eða blæði
byrjaður á nýju lífi og ætla að gera það að mínu eigin svæði
mistök eru til að læra af, ég gerði mörg stór en ég lærði,
var kynferðislega misnotaður en ég stóð upp og kærði/
Vann málið og hann fékk 3 ár fyrir vikið
þetta gekk á í langann tíma og fór hann oft langt yfir strikið
þegar dómur féll í héraði varð fögnuðurinn mikill
réttlætið náði fram og ég var ekki svikinn
var á tíma orðinn svo þunglyndur að ég hélt ég værað missa vitið/
DV komst í málið og ekki bættist líðan
þeir vörðu manninn og sögðu málið fyrnt því þetta var langt síðan/

chorus:

ég var týndur sauður en fann leiðina heim
var orðinn leiður á því að vera einn af þeim
sem rataði aldrei neitt
en þannig er þaðí neyslunni yfirleitt
“Only God Can Judge Me - Tupac Shakur”