Hmm, já ok, en ég verð að segja af minni reynslu þá sé ég bara ekki að krakkar undir aldrinum 12-13 ára séu að “fylgjast” með tónlistarstefnum.
Sérstaklega stefnum á borð við hip hop ég meina fyrir 7-8 árum þá voru askoti fáir í hip hop hér á landi og bara “nöttarar” sem þekktu mikið meira en t.d. tupac, biggie, wu tang, snoop, cypress, beastie boys osfrv.
Er ekki meira svona ca 2 ár síðan þú fórst að grúska í þessu? Ég alls ekkert að rengja þig en viðurkenni að ég á erfitt með að trúa þessu…
“Ertu búinn að tjekka á nýja disknum með Atmosphere? Já djöfull er Slug að gera góða hluti á honum”
Þetta eru samræður sem ég get ekki ímyndað mér að eigi sér stað hjá tveimur 10 ára félögum… :=)
En kannski er ég bara orðinn svona gamall og tímarnir orðnir öðrvísi… :/
Hehe ég man t.d. ekkert hvaða tónlist ég var að hlusta á þegar ég var 9 ára (man bara yfir höfuð ekkert hvað ég gerði af mér á þessum árum) það hefur ábyggilega ekki verið tónlist upp á marga fiska…
Ryksugulagið eða eitthvað álíka!:=)