Hversu oft hefur mig langað til að gefast upp? / enda líf mitt með því að fara í sukk / en til allrar
lukku / rís ég alltaf upp á kostnað þeirra sem að sukku / heili minn mun aldrei enda í krukku /
veistu nei, ég mun ekki svipta mig lífi / þó ég nánast aldrei á gleðiskýi svífi / en sálu minni oftar til
heljar dýfi / og alltof oft gömul sár ýfi / samt mun ég aldrei drepa mig / ég geri það aldrei fyrir þig /
hver skal hugsa um sjálfan sig!

Fjölskylda mín vill ekki við mig tala / það þýðir ekkert fyrir mig að mala / þau vilja ekkert með mig
hafa / en að gefast upp mun ég aldrei gera / ég mun aldrei hálsinn á mér skera / afi, mér þykir vænt um
þig / þó þú viljir aldrei aftur sjá mig / ég veit ég gerði mistök / nú reyni ég á lífi mínu að hafa tök /
ég kenni ekki öðrum um, þetta er mín sök / ég vildi óska að þú vildir glaður / hjálpa mér að
verða betri maður

Ég vill ekki þurfa að poppa pillur / ég ætla ekki að fá mér neinar frillur / ég reyni að halda öllu í eðlilegu
horfi / ég á yndislega unnustu / sem ég elska til fullnustu / ég veit ekki hvort það sé endurgoldið /
ég vildi að allt færi í sama gamla horfið / þar sem ég hafði vinnu, fólki þótti vænt um mig og ég var
hamingjusamur / að ég væri ekki alltaf svona gramur / spekin segir að hver skal huga að sjálfum sér /
samt ég bið: Viljið þið fyrirgefa mér?