Hérna er smá texti sem kom þegar mér var niðri fyrir. Þetta var gert á nokkrum mínútum og á ekki að vera fyllsta alvara þ.a. engin skítköst.

Ég sit og skrifa rímur allan dag/
sveittur sit að semja þetta lag/
en skyndilega fellur rökkrið og byrjar að rigna/
letrið stækkar ört og línur fara að svigna/
af hverju er blaðið svona gróft, penninn svona stífur?/
regnið fellur niður og tíminn áfram líður/
rímurnar þynnast og hægist fljótt á beatinu/
mér finnst líkt og ég sé fastur í vítinu/
hlæðu og heimurinn með þér gleðst/
gráttu fífl og á áhyggjur þínar hleðst/
veröld er grimm, stormurinn er eilífur/
og það eina sem upp úr volæði mig rífur/
er förin yfir móðuna, förin langþráða/
gangan yfir eyðnina, vegi illa sáða/
sorg lífs míns stækkar hratt með letrinu/
ég er einmana og yfirgefinn í setrinu/