Datt í hug að tjekka á þessu bandi í tilefni þess að þeir spila á Nasa á Laugardaginn.
Nokkuð skemmtilegt band og sérstaklega gaman að “Ratatat Remixes Mixtape”.
Þar er að finna skemmtileg remix af lögum eins og “PLO Style” með Method Man, “Cutting it Up” með Reakwon og Gosthface Killah, “Sunshine” Jay Z, “Run” með Ghostface Killah og Jadakiss og “Get Em High” með Kanye West, Talib Kweli og Common, sem er bara algjör snilld að mínu mati.
Síðan hafa þeir gefið út plötuna “Ratatat”. Hún er svona blanda af rokki og elektróník með smá hip hop ívafi. Á plötunni er nokkur athyglisverð lög en fyrir mína parta eru “Breaking Away”, “Germany to Germany” og hið frábæra lag “Seventeen years” best.
Endilega tjekkið á þessum gaurum… allavega Mixtape-inu og svo hvet ég menn til að mæta á The Perceptionists.