Norræn börn rappa á Netinu
“Börn og unglingar á Norðurlöndum fá nýjan vettvang til að rappa á næstunni. Þá verður opnuð heimasíða þar sem ungir rapparar geta birt rapp-kveðskap sinn og jafnframt leitað sér andagiftar hjá öðrum norrænum textahöfundum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Norðurlandaráði.
Þar segir að börn og unglingar á Norðurlöndum eiga til muna erfiðara með að skilja norræn tungumál en foreldrar þeirra. Þess vegna hefur Norræna ráðherranefndin og danska útvarpið haft samstarf um að hleypa af stokkunum þessu óhefðbundna verkefni og nota rapp-tónlist til að bæta norrænan málskilning. Verkefnið er liður í því að styrkja norrænan málskilning og hvetja ungmenni til að nota norrænu tungumálin. Þá á að vera hægt að nota vefsíðuna í skólastarfi og í tungumálakennslu. Það heitir „Norræn mál“ og er markhópurinn norrænir grunnskólanemendur á aldrinum 10-14 ára.
Á vefsíðunni geta nemendur æft sig í að setja saman eigin rapp-lög með hliðsjón af tilbúnum texta og tóndæmum. Þeir fá einnig tækifæri til að læra hvernig á að semja rapp-texta og geta svo birt afraksturinn á vefsíðunni.”
Tekið frá mbl.is…
Hvað fynnst fólki?Mér fynnst þetta bara góð hugmynd.