Skellti mér í 12 Tóna áðan og keypti mér nýjasta disk Skyttu-pródúsersins Sadjei en s.k.v. afgreiðslumanninum kom hann út núna í vikunni. Þetta er instrumentaldiskur fyrir utan eitt lag með Class-B og er þessi diskur undir miklum áhrifum frá 70´s rokki (tekur það fram sérstaklega í bæklingum). Mér leiðist að skilgreina þetta sem trip-hop og finnst mér það leiðinleg afsökun á sample based-instrumental-tónlist og finnst mér þetta vera nær hiphopi með progrokk-flava eða öfugt(varð að láta e-ð svona út úr mér).
Ég mæli því með að þið farið út í 12 Tóna og aðrar svipaðar verslanir og verðið ykkur út um þennan grip því hann er vel 1500 kr. virði og meira en það.