OK. Virðist vera sem að hér um slóðir ríki endalaus rígur milli metal-manna og hiphoppara….skítt með það. Allavega, ég hef í gegnum tíðina verið afar víðsveimur í tónlistarvali, hlustað á allskonar músík en aldrei dottið inn í hip hop. Það næsta sem ég hef komist er kannski Rage Against The Machine, Public Enemy og einstaka lag með Cypress Hill. Af hverju? Alls ekki útaf því að ég hafi eitthvað á móti beats, þvert á móti, ég hef lengi hlustað á drum and bass, trip hop, og allskonar elektróníska tónlist. En eitthvað hefur alltaf fælt mig frá rappinu yfirhöfuð.
Attitúdið hjá meirihlutanum af þeirri rapptónlist sem ég hef komist í snertingu við hefur einfaldlega gert mig fráhverfan þessu tónlistarformi, og var ég farinn að halda að þetta væri bara alls ekki fyrir mig. Ég væri fyrst og fremst rokkari sem ætti enga samleið með þessum hiphop kúltúr yfirhöfuð. Í þau fáu skipti sem að ég hef farið á skemmtistaði hér í borg sem að spila hip hop hefur þessu sannfæring mín aukist þar sem stemmningin í kringum hana hefur engan vegin átt við mig.
Allt þetta hefur breyst svo um munar á síðustu 2 vikum eða svo. Því að ég hef komist í kynni við tvo listamenn sem hafa algerlega mölvað mína fordóma um rapp og hiphop yfirhöfuð. Saul Williams og Sage Francis. Ég á bara ekki til orð yfir hvað bæði tónlist og textar þessara höfðingja eru ógurlega mikil snilld og gersamlega laus við allar bófa-póseringar og allt það sem fældi mig frá rappinu í öll þessi ár. Loksins, loksins menn sem að rappa um eitthvað sem að maður hefur áhuga á! Rímurnar í “slow down Ghandi” með Sag Francis og “Telegram” með Saul eru með því besta sem ég hef heyrt í tónlist í mörg, mörg ár. Punktur.
Þar sem ég er algerlega skyni skroppinn um rapp fyrir utan þessa miklu kónga þá bið ég hip-hop-huga hér með um að benda mér á eitthvað meira efni í svipuðum dúr, eitthvað bitastætt um pólitík og andans efni, ekki eitthvað gangstas and bitches rugl eins og maður sér á popptíví….því að mig grunar að það sé miklu meira gott efni í gangi en ég gerðu mér grein fyrir, bara ekki í sjónvarpinu….þarf bara að bera sig eftir því.
Með ósk um góðar viðtökur og langa lista með solid listamönnum.
Takk.