dancehall er þessi stíll sem kemur með Sean Paul, Elephant Man, Lady Saw og þeim. Beyoncé hefur verið að nota dancehall stílinn mikið upp á síðkastið, þar sem mjaðmahreyfingarnar eru stórar og ákveðnar. Kvenlegt og sexy.
Svo er líka það sem þú heyrir í þessum lögum eins og “signal di plane”, “parachute”, “gi' dem a run” o.fl. sem tilheyrir einnig þessum dancehall stíl. Þar er þetta komið nær hiphoppi og er orðið fjörugt, fyndið og alveg ótrúlega skemmtilegt. Þú getur hlustað á sum dancehall lög og fylgt þeim eftir nákvæmlega með viðkomandi danssporum. Dancehall tónlistarsenan er nátengd danssenunni, þær eiginlega renna saman stundum.
Stundum segi ég bara einfaldlega: “þetta er eins og reggae magadans og reggae hiphop”. That sums it up quite nicely.