Ég var fyrir nokkrum árum forfallinn hip hop fíkill, áhuginn hefur dvalað örlítið en maður hefur samt alltaf fylgst með og maður þekkir nöfnin. Það er lang best að sjá hip hop live og ég hef séð slatta af sessionum, t.d Del la soul (hver man ekki eftir þeim), J live, Natural elements, roc raida, dj babu, dj noise og marga fleiri. Showið sem sló samt allt þetta út var samt þegar ég sá roots á roskilde 99. ég var búin að hanga á tónleikum allt kvöldið og var orðin hellað þreyttur og búin að fá alveg ná þegar tónleikarnir loksins byrjuðu. eftir fysta lagið var tjaldið orðir feitt troðið og svitinn og mökkurinn orðin óbærilegur. Þreyttan var farinn og adrenalínið var komið í botn. Þeir tóku slatta af bestu lögunum t.d what they do og hip hop love of my life milli þess sem razel þrumaði beat boxið af miklum krafti. ég alltaf þetta væri dubbað og mixað, maður verður að sjá þetta sjálfur hann er válmenni. Eftir 90 mín session hættu þeir og það var öskrað í 15-20 mínótur eftir meiru sem kom því miður ekki. Ég hef aldrei verið jafn örmanga eftir neitt á ævinni og heldur aldrei sofnað jafn sáttur. Roots er án efa í mínum besta hip hop grúppa allra tíma
Friður úti bræðu