Nýja plata 50Cent's “The Massacre” er komin út. Á þessari plötu er að finna 22 ný lög frá kappanum, og eru gestir eins og Eminem, Jamie Foxx og Tony Yayo að finna hér á plötunni. Ég er ekki mesti aðdáandi 50Cent's en finnst þessi plata miklu betri heldur en hans síðasta, uppáhaldslagið mitt á þessari plötu er með honum og Eminem sem heitir “Gatman and Robbin” og er nr 6. á disknum, þarna eru þeir félagar að gera óspart grín af Batman og Robin :) svo er lag sem heitir “Piggy Bank” og er diss lag útí eitt á menn eins og Ja Rule, Fat Joe og fleiri. En það eru mörg mjög góð lög á disknum og ætla ég að telja upp mín uppáhaldslög:

4. I'm suppost to die tonight
5. Piggy Bank
6. Gatman and Robbin
8. Outta Control
15. Guns come out
16. My toy soldier
19. God Gave me style

Þessi lög finnst mér svona þau bestu, svo er skemmtilegt G-unit remix á laginu “Hate It Or Love It” sem er að finna upprunalega á disknum “The Documentary með The Game”

En mér finnst 50 hafa farið mikið fram á þessum disk og er hann að fá 4 stjörnur af 5 í Bandaríkjunum og svei mér þá ég held ég gefi honum bara 4 stjörnur líka af 5. Vona að ykkur líki þessi grein.

Kv. Slimshady

PS: Ég veit það eru margir sem hata 50, en nenniði ekki bara að halda því þá fyrir ykkur sjálf í staðinn fyrir að koma með einhver leiðinleg óþarfa comment :D

Peace
“Only God Can Judge Me - Tupac Shakur”