“Mér finnst Gun J diskurinn virkilega slappur! Allavega koma ekki nein meðmæli á þann disk frá mér en hins vegar mæli ég með því að þú reddir þér allavega Hæstu Hendinni og svo væri líka sterkur leikur hjá þér að fá þér Týnda Hlekkinn með F.L. fínn diskur.”
Úff, að taka hæstu hendina fram yfir Gun J! Það er nú slæmur leikur, Gun J hefur einhvað að segja, mjög djúpar pælingar, flott flæði og flottir taktar. Hæsta hendin er bara léleg partýtónlist, erpur búinn að vera lengur en allt í hip hopi og er enþá alveg virkilega lélegur rappari og shit hvað hinn gaurinn er með lélega texta og flæði á við, ég veit ekki hvað!..Annars mæli ég með Skytturnar - Illgresi, Forgotten Lores - Týndi Hlekkurinn og, já, Gun J - Merking Orðsins…
“Úff, að taka hæstu hendina fram yfir Gun J! Það er nú slæmur leikur, Gun J hefur einhvað að segja, mjög djúpar pælingar, flott flæði og flottir taktar. Hæsta hendin er bara léleg partýtónlist, erpur búinn að vera lengur en allt í hip hopi og er enþá alveg virkilega lélegur rappari og shit hvað hinn gaurinn er með lélega texta og flæði á við, ég veit ekki hvað”
Ertu að grínast eða? ég hef ekki heyrt Gun-J en Hæsta Hendin er með feitustu taktana sem e-h ísl rapp hljómsveit er að fá. Partýtónlist? sumt kannski en ég get ekki sagt annað en Blaz og U-Fresh hafi slatta að segja á plötunni og að segja Erpur sé e-h virkilega lélegur rappari finnst mér sýna þitt vit á ísl. rappi.
En ef þið eruð að pæla í diskum til að kaupa :
XXXR - XXXR
XXXR - Þú Skuldar
Bent & 7berg - Góða Ferð
Hæsta Hendin - Hæsta Hendin
Skytturnar - Íllgresið
Móri - Móri
Forgotten Lores - Týndi Hlekkurinn
og fl.. mæli með þú kaupir bara alla diskana sem gefnir hafa verið út.
0