Eins og glöggir hip hop áhangendur hafa máske rekist á á hiphop.is þá opnar ný búð á Laugarvegi 58 sem ber heitið Ígulker..þetta er plötubúð slash hárgreiðslustofa slash fatabúð..
glæsilegt framtak hjá þeim sem standa að þessu..ekki alveg með það á hreinu.. en hversu kúl er að hafa hárgreiðslustofu þarna??mér hefur oft dreymt um svona búð með allt svona in one pack og án efa má sjá mig kíkja þarna næst þegar ég kem í borgina..mun þessi búð veita Exodus samkeppni en samt held ég að þetta sé bara upplífgandi fyrir hip hop senuna á íslandi..
djöfull ætla ég að láta klippa mig þarna..er ekki hægt að fá svona Arsenio Hall style?
btw. Verða Benni B-Ruff, Dj Magic aka Gísli Galdur og Dj Moonshine að þeyta skífum á laugardaginn(ekki viss með tímasetn.) og ef til vill mæta hljómsveitir og taka í eitt stykki mæk..
peace, mad propz og gangi Ígulkeri allt í haginn!!