Ég hef í nokkurn tíma verið með tvo plötuspilara tengda í gegnum mixer við tölvuna. Þegar ég spila plötur heyrist nokkuð vel í tölvunni (hátalarnir) og ekkert vesen með það. Núna vill ég importa, rippa eða hvað sem þið viljið kalla það, lög í tölvuna. Ég ákvað að láta reyna á Cool Edit Pro 2, og virðist hann alveg nema tónlistina, svo geri ég “record” en þegar ég ætla að spila upptökuna heyrist alveg OFURlágt í laginu, ég þarf að boosta upptökuna um 50dB til að lagið greynist og þá er það náttúrulega crap gæði. Ég skil ekki alveg þetta… Virkar vel þegar ég spila, en þegar ég recorda í CoolEditPro2 heyrist mjög lágt.
Ég kann ekkert á Cool Edit og ég efa ekki að þetta séu bara einhverjar stillingar þar. En getur einhver hjálpað mér? Bent mér á góð tips við að rippa lög frá plötuspilurum yfir í mp3 format í tölvu. Ég veit að það eru ófáir sem eiga spilara og nota þá óspart, eflaust beintengt við tölvu… Svo komon og gefið mér ráð? ;)
Takk fyrir, Frikki