http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1112002
| 14.11.2004 | 13:58
Rapparinn Ol' Dirty Bastard (ODB) varð bráðkvaddur í hljóðveri í Manhattan í gær. Krufning á að fara fram í dag, en lögregla segir að allt líti út fyrir að hann hafi látist af „eðlilegum“ orsökum, að því er New York Daily News segir. ODB var einn af stofnendum rappsveitarinnar Wu-Tang Clan. Hann hét réttu nafni Russell Jones og var rétt tæplega 36 ára. Hann féll skyndilega í gólfið í hljóðverinu í gær og var úrskurðaður látinn kl. 17.04.
meira: Rapparinn Ol' Dirty Bastard (ODB) varð bráðkvaddur í hljóðveri í Manhattan í gær. Krufning á að fara fram í dag, en lögregla segir að allt líti út fyrir að hann hafi látist af „eðlilegum“ orsökum, að því er New York Daily News segir. ODB var einn af stofnendum rappsveitarinnar Wu-Tang Clan. Hann hét réttu nafni Russell Jones og var rétt tæplega 36 ára. Hann féll skyndilega í gólfið í hljóðverinu í gær og var úrskurðaður látinn kl. 17.04.
:(